Ókei sko..
Ég var að pæla hvort ég væri eina manneskjan sem gerir svona stórfurðulega hluti.
Eins og þegar ég labba.. og tek eftir því að ég stíg á stein með vinstri fæti, þá verð ég að stíga á jafnstóran stein með hægri fæti..
Og ef að ég tek eftir því að ég stíg yfir skugga með hægri fæti þá verð ég að gera það sama með vinstri.
Og líka ef að ég er að hlusta á ipodinn minn.. og lagið sem ég er að hlusta á er alveg að klárast og ég er kannski að labba framhjá húsi, þá verð ég að vera komin framhjá húsinu áður en lagið er búið annars deyr einhver.
Ég veit þetta hljómar kannski geðveikt sækó, en ég vil vita hvort ég sé eina manneskjan sem er svona..
Bætt við 18. september 2008 - 21:51
Já.. líka það.
Þegar ég fer að sofa.. Þá verð ég að vera með sængina yfir hjartastað, því annars kemur einhver að stinga mig í hjartað..
Og ef að úlnliðurinn minn er út fyrir rúmið.. þá kemur einhver og sker mig á púls.
Fullt af svona hlutum sem angra mig dagsdaglega. :/