Kyn? KVK
Aldur? 18
Hvað hefur þú stundað spjallborð lengi? hvaða Ég hef í raun bara stundað huga (er það spjallborð?) annars varla neitt, aðeins í tölvuleikjum bara áður fyrr en rosala lítið. Hef stundað huga í…ööö..ca 2-3 ár. Man ekki allveg :)
Finnst þér annað fólk á spjallborðum vera dónalegt? hvernig? Mjög oft já. Það er of..hreint út. Það hikar ekki við að segja: ,,Þú ert ljót/ur og feit/ur" Og kalla annað fávita og þvíumlýkt. Það þorir meira að segja eitthvað sem það myndi aldrei segja face-to face við einhvern.
Finnst þér hegðun þín breytast á spjallborðum eða annarsstaðar á netinu miðað við dagleg samskipti? Nei, hún breytist mjög, mjög lítið. Hef einmitt hugsað út í þetta sjálf. Ég er samt ekki nákvæmlega eins hér og í daglega lífi og ég efast um að nokkur sé það.
Ef já, finnst þér það vera eðlilegt? Að hegða sér pínu öðruvísi hér? Já..það finnst mér. Enda er þetta allt ,,öðruvísi heimur" svo það er ekki nema eðlilegt að við hegðum okkur pínulítið öðruvísi. En ef það gengur það langt að breyting sé á persónulega fólks þá er það alls ekki eðlilegt.
Hvernig breytist hegðun þín? Ég er minna feimin. (eða réttara sagt,ég er ekki feimin hérna) Það er nú allt og sumt..annars er ég eins…held ég :)
Finnst þér það vera eðlilegt? Haha, já..það varð gerð tilraun um þetta, og staðreindin er sú að það er mikið auðveldara að tala við fólk þegar maður skrifar heldur en ef maður að segja þetta við einhver :)
Sorry hvað svörin eru löng! Kanski aðeins of löng fyrir svona könnun þar sem þið þurfið að fá einhverjar svona niðurstöður, hehe..ég bara réð ekki við mig. :P
An eye for an eye makes the whole world blind