Ég sá hérna greinina um Aron Pálma sem hefur verið frekar vinsæl og langaði að koma með nokkrar spurningar fyrir ykkur til að svara og pæla aðeins í, sérstaklega þið sem teljið hann svo saklausan.
1. Aron Pálmi VAR 13 ára þegar hann var handtekinn og ákærður fyrir atvikið. Ekki 10 ára, ekki 11 ára og alls ekki 12 ára. Lýtið aðeins í eigin barm, þá sérstaklega stelpurnar; hugsið til baka til þess tíma þegar þið voruð 12 ára. Þið eruð að uppgötva sjálfsfróun, brjóst, kynfæri, blæðingar og svo margt fleira viðkvæmt fyrir svo unga krakka. Auðvitað eruð þið forvitin, það er eðlilegt. En ef þið hefðuð lent í þeim aðstæðum svona ung að fara að flétta af ykkur fötunum fyrir aðeins eldri strák og hann snertir ykkur á framandi stöðum og þið kynnist hlutum sem eru ætluð fullorðna þroskaða fólkinu. Þessi drengur leiðbeinir ykkur sem minna vitið og allt í einu ertu komin með typpi í rassinn og þorir ekki að fara.
Hvað þá með þessa 7 ára stráka sem hann misnotaði? Áttu þeir að segja nei? 7 ára barn myndi ekki segja nei við logandi dínamíti. Þetta kallast misnotkun, sama þó að Ari hafi einungis verið 13 ára þá hefur 13 ára barn vit til að átta sig á réttu og röngu. Kannski var þetta hans leið til að “uppgötva og sjá”, en hvað er eðlilegt við að verða kynferðislega örvaður yfir 7 ára barni, hvort sem þú ert 13 ára, 17 ára eða 45 ára?
2. Það sem Ari gerði var rangt og við verðum að virða siðareglur annara landa. Þeim í Texas er eflaust alveg sama hvað þú ert gamall/gömul, ef þú ert nógu hæfur til að misnota 7 ára barn þá átt þú ekki heima í samfélagi þar sem 7 ára börn ganga ein um göturnar. Þó Íslenska kerfið taki eins á barnaníðingum og óþekkum krökkum þá þíðir það ekki að það sé rétt. Erum það ekki við sem öskrum sem hæst, “drepið þau, hengið þau, brennið þau til dauða!” þegar við heyrum af fólki sem misnotar börn? Lýtum aðeins í eigin barm.
3. Hefði Ari Pálmi ekki verið stimplaður dýrlingur í íslenskum fjölmiðlum hefði okkur verið alveg sama um þennan blessaða mann. Hefði hann hinsvegar verið stimplaður sem Steingrímur Njálsson endurfæddur hefðum við grýtt hann til dauða á flugvellinum þegar hann kom “heim”. Enginn virðist mynda sínar eigin skoðanir í dag heldur störum við dáleidd á þá sem standa uppúr í íslensku samfélagi og étum ofan í okkur það sem þeir segja okkur að elska og trúa, hata og fyrirlýta.
4. Kynferðisleg misnotkun á sér ekki bara stað á þjóðhátíð í eyjum eða milli fullorðna manna og smástelpna. Kynferðisleg misnotkun er svo miklu stærri mynd og það sem Ari gerði var inní þeirri mynd.
5. Verið hreinskilin við ykkur sjálf og hugsið ykkur aðeins um. Ef einhver hefði snert ykkur kynferðislega þegar þið voruð 7 ára, og þið hefðuð kannski notið þess þá þar sem þið höfðuð ekki hugmynd um hvað var í gangi, væruð þið ekki svolítið merkt í dag? Misnotkun gleymist aldrei og lítil börn gleyma svona hlutum ekki. Aldrei. Spurjið hvaða sálfræðing sem er. Nema jú ef það tekur svo á sálina að þau blockera það. Það að þau hreinsa þetta útúr systeminu segir mikið, er það ekki?
6. Ef ég hefði komið 13 ára gömul og snert litlu systkyni ykkar, frændsystkini eða börn ykkar?
Afklætt þau, skoðað kynfæri þeirra, sannfært þau um að þetta væri allt í lagi - þetta yrði gott, farið inní þau, hótað þeim, strokið þeim og strokkað..
sjáið þið í alvöru ekki hvað þetta er rangt?
Þegar ég var 13 ára fannst mér og mínum nánustu vinum fátt minna spennandi en lítil börn.
Hinsvegar fannst Ara Pálma það gagnstæða.
Við erum að verja barnaníðing.
Tíbískt af íslensku þjóðinni, við öskrum úlfur úlfur, en loksins þegar úlfurinn kemur þá gefum við honum að éta.
Þið sem verjið barnaníðinga eruð ekkert skárri en þeir sjálfir. Munið það og hafið það á bakvið eyrað.
Viljið þið einnig vera svo væn að muna að nærgætni skal höfð í nærveru sálar. Við vitum aldrei hver er að lesa það sem þið kommentið. Allt grín sem kemur því við að þið “fýlið barnaníðinga, eða Aron Pálmi sé idolið ykkar” eða hvað svo sem sumum furðufuglum hérna á Huga hefur dottið í hug að fíflast með og skrifa, þið vitið aldrei hvaða fórnarlömb eru á bakvið tölvuskjánna.
Svona hlutir eru ekki eitthvað til að fíflast með.
Takk fyrir.
Bætt við 14. september 2008 - 16:54
Ég skrifaði víst einhverstaðar Ari Pálmi en ekki Aron Pálmi hérna fyrir ofan.
Ekki nenni ég að leggja nafnið hans á minnið.