Neib, það er ekkert vesen. Ef þeir senda þá til Íslands kemur bara einhver uppað dyrum hjá þér með pakkann og posa, eða þá að þú þarft að fara niðrá pósthúsið í þínu hverfi að ná í þetta þegar þú færð miða sem tilkynnir þér að þetta sé komið.
samt mjög misjafnt… pantaði einusinni hlut af ebay og hann kom bara í pakka.. stóð bara fyrir utan dyrnar þegar ég kom úr skólanum.. síðan pantaðiég einhvað annað… neinei.. pabbi þurfti að fara uppá höfða og skrifa tollskýrlsu og einhvað vesen
Ég hef alltaf þurft að fara og ná í þetta sjálf, sem hefur yfirleitt verið geðveikt mikið vesen, það stóð á miðanum að ég ætti að ná í þetta á pósthúsið í mínu hverfi, en þegar ég kom þangað sögðu þau að ég þyrfti að ná í þetta á Höfða, en þegar ég kom á Höfða voru þau búin að senda þetta á pósthúsið. Og einu sinni var pakkinn skilinn eftir fyrir utan dyrnar hjá mér! Beið bara eftir mér á stéttinni.
Yfirleitt hefur pósturinn komið með vöruna að dyrum en ef þú ert ekki heima færðu miða frá þeim og þarft að sækja þetta á pósthúsið. Athugaðu að ef annað fyrirtæki en pósturinn höndlar vöruna hér á landi er fyrirkomulagið annað.
Ég versla mikið við amazon og almennt á netinu og finnst þetta afskaplega fínt, aldrei lent í veseni, hef reyndar ekki verslað af ebay.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..