Að vera sjómaður er erfið vinna en ég efa að það sé erfiðasta starf í heimi. Fer svo sem eftir því hvort þú sért að meina líkamlegt erfiði eða bara erfiði yfirleitt. Ég myndi segja að námuverkamaður sé erfiðari vinna en að vera á sjó. Ég þekki mann sem hefur unnið við þetta tvennt og hann er á sömu skoðun. Einnig myndi ég telja að margir læknar hafi það erfitt. Langir vinnutímar, stanslaust stress og svoleiðis.
Ég held t.d. að það sé mjög andlega erfitt að vinna á geðdeild eða eitthvað þannig. Veit líka af því stelpan sem ég bý með vinnur á slysó að það er örugglega með erfiðari störfum, andlega og líkamlega.
Svo er náttúrulega frekar erfitt að vinna sem verkfræðingur eða við rannsóknir, ef maður pælir í útreikningunum sem þarf að gera.
En líkamlega erfiðasta getur alveg verið að vinna á sjó eða í byggingarvinnu eða eitthvað. Það er til svo mikið af þannig störfum.
Læknir klárlega, ein mistök og þú getur verið með líf á samviskunni og misst vinnunna á staðnum. Þó það fari nátturlega eftir því hvernig tegund af lækni átt er við.
Og ef þú vilt bara líkamlega vinnu (sem mér finnst fáranlegt ennda er líkamleg vinna ekki erfið) er það mjög líklega hermaður. Þar á eftir eru fullt af vinnum út í heimi sem eru miklu líkamlega erfiðari en við þekkjum hér t.d. þeir sem fylgja fjallgöngurum upp á hættulegasta fjall í heimi (nenn ekki að google hvað það heitir) og einfaldlega að vera lögga í mörgum löndum.
Bætt við 12. september 2008 - 00:13 já svo nefndi einhver námuverkamenn maður verður að kvitta undir það sérstaklega í þeim löndum sem enginn viðbúnaður er fyrir hruni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..