Allir eru með fordóma fyrir einhverju/einhverjum. Þeir sem segjast ekki hafa neina, eru oftast með fordóma fyrir þeim fordómafullu, jafnframt sem flestir vita líklegast ekki af sínum eigin fordómum fyrr en reynir á þá.
Á hvaða hátt eruð þið fordómafull? Ég á það til dæmis til að vera mjög fordómafull gagnvart fólki sem virðist hafa lélega kímnigáfu, feimnu fólki, þjóðrembum og póserum, þótt ég reyni að halda því í lágmarki.
Og þið?
Kv. Haglél
