Jebb þetta er alveg ótrúlegt. Þess vegna vil ég hafa viðtöl í inntökuprófinu og að þú svarir spurningum í sambandi við líffræði. Bara afhverju í andsk. er verið að spyrja gettu betur sp. í þessu og fullt af dóti sem skiptir ekkki rass. Það er ekki eins og ég eigi eftir að nota eitthvað af því, þannig að afhverju eru þeir ekki sp. að þessu í verkfræði eða, þurfa læknar einfaldlega að vita hver er bæjarstjóri á Akureyri, hvernig gagnast það mér í mínu námi.
Hvernig væri bara að halda um þetta þannig að þetta komi mínu námi við, en ekki e-h drasli sem skiptir ekki máli.
Jebb, þekki þetta, fullt af gáfuðu fólki sem hefur metnaðin kemst ekki inn vegna þess að fólk sem tekur þetta ekki alvarlega tók plássið þeirra. Er það virkilega svona sem við búum til góða lækna með því í að taka bara þá sem komust í gegn, það segir ekki shitt og allir vita af því. Ef fólk fer í þetta nám útaf peningnum þá ætti að reka það á stundinni.
Þess vegna vil ég hafa þessi viðtöl, þá er hægt að sjá hvaða fólk virkilega vill fara í þetta og þeim sem eru bara til að prufa.
Akkúrat ég skil ekkki þessa fordóma, eins og vinnufélagi minn sagði, hvaða máli skiptir hvar þú ferð í læknanám, bara svo lengi sem þú kunnir þetta. Við erum smá eyja út á ballarhafi, afhverju erum við með fordóma fyrir öðrum skólum ég veit ekki betur en að þessi í Ungverjalandi hafi kennt læknisfræði í yfir 300.ár. Hvaða afrek hafa t.d. íslenskir læknar áorkað sem eru hérna á Íslandi. Flestir af þeim læknum hérna á Íslandi flýja land í betri tækifæri.