Algengast er að fólk sjái ekki mun á grænum og rauðum. Sjaldgæft er að fólk sjái ekki mun á bláum og gulum. Mjööög sjaldgæft er að fólk greini enga liti. Veit ekki hvort fólk sér þá svarthvítt eða í brúnleitu. Efast um að nokkur viti það fyrir vissu þar sem litblindir vita líklega ekki hvaða liti þeir eru að sjá :p
Það fer eftir lýsingaraðstæðum og hvernig ljósið brotnar á augunum. Persónulega er mér nokkuð sama hvað litaafbrigðið heitir, opinberlega eru augun gráblá, en ég hef sjaldan séð þau þannig.
Ég segi bara „grágrænblá!” og málið er dautt.
Bætt við 7. september 2008 - 00:18 og já, í dempaðri birtu er dökkur hringur kringum bæði augun
Mín eru svona Grá blá með brúna hringi í kringum augasteinana. Annars virðast þeir breita lit eftir hvar ég er staddur konan er alltaf að seijga mér það.
Bætt við 7. september 2008 - 04:57 virðast þau semsagt augun á mér!
mín voru brún síðast þegar ég gáði en eru núna brúngull einhvern vegin með dökgrænum hring yst. er síðan með svona svartar rendur útfrá augasteininum :P erfitt að útskýra
Græn. Geta orðið mjög fríkí græn við réttar aðstæður, þ.e. ef ég er í fötum í rétta græna tóninum. Stundum er nóg að það sé tré með grænum laufum fyrir aftan mig.
Frænka mín er með svört augu. Maður sér ekki hvar augasteinninn byrjar. Hún fór til augnlæknis og það þurfti að setja dropa í augun á henni til að lita augasteininn því augnlæknirinn sá hann ekki (O_O)
þau eru mosagræn, en þau verða alveg geðveikt mikið og fallega græn þegar ég er nýbúin að gráta ;D Og alltaf þegar ég segi þetta við fólk stígur fólk á tærnar mínar :(
ahm. var að spá í einhverntíman þegar ég var að tjekka hvað augnliturinn minn hét hvort ég væri með amber eða hazel. Veit ekki almennilega ennþá en ég held að ég sé ambe
mín eru eitthvernvegin blá-grá, dökk grá í endanum en frekar ljós við augasteininn eitthvenegin… nema þau eru dálítið vatns blá ef ég græt eða er ný búin að gráta.. eitthvernegin þannig. :S
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..