Mig langar mjög mikið að tjá mig hérna þó svo að enginn muni
lesa þetta.
Ef ég á aðeins að segja frá mér að þá er ég búin að upplifa mikið þrátt fyrir að ég sé einungis tuttugu og
eitthvað ára gömul!

Ég er búin að vera á þunglyndislyfjum í tæp 9 ár með
hléum og er ábyggilega búin að vera á yfir 15 tegundum og einnig í viðtölum hjá sálfræðingum og geðlæknum ekki vegna þess að ég sé beint geðveik heldur í mjög slæm jafnvægi með mjög mikinn kvíða!

Ég er búin að að lenda í ýmsu í gegnum árin sem
ég hef byrgt inni þar á meðal eyðileggingu á orðspori mínu þegar ég var 15 ára og var að sofa hjá í annað sinn og sá strákur sagði vinum sínum frá því í SMÁATRIÐUM svo ég var orðin drusla á einni nótt.

Það var alveg sama hvert ég fór það vissu nánast allir hver ég var af þessu viðurnefni sem ég fékk t.d gamli skólinn minn,skólinn sem ég var í og svo fylgdi þetta mér í framhaldsskóla líka en ég reyndi alltaf að bera höfuðið hátt þangað til ég bugaðist!

Svo var misnotkun frá tveimur “vinum” þegar ég var 16 ára sem geðlæknirinn minn vill meina að sé nauðgun en ég á mjög erfitt með að fallast á það því mér finnst það svo skömmustulegt! Ég var semsagt dauða-drukkin þetta kvöld sem þetta gerðist að ég stóð varla í fæturna og kom heim til annars þeirra eftir að hafa talað við hann í síma því ég var mjög svo hrifin af honum!

Þegar ég kem heim til hans tekur mamma hans á móti mér og bíður mér sæti og segir mér svo að strákurinn sé á leiðinni heim!
Þegar hann svo kemur er hann ekki einn heldur með vin sinn
með sér og við förum inní herbergi þar sem ég vonaðist eftir að hann færi nú að reka vin sinn heim svo ég gæti verið ein með honum en þess í stað nýta þeir sér ástandið á mér og fara að káfa á mér og vinur hans þá aðallega! Mig minnir að ég hafi viljað gera hann afbrýðisaman með því að segja sem minnst þegar vinur hans byrjar að reyna við mig en eftir það var það ekki ég sem hafði stjórnina lengur!

Það næsta sem ég man er að vinur hans er ofan á mér á meðan hinn fylgist með og tekur þátt í að káfa á mér og fleira!
Um leið og ég fatta hvað er að gerast segi ég nei og fer inná klósett í móki ekki viss hvað væri um að vera!

Í skólanum eftir þessa helgi gat ég ekki horft framan í þá og talaði ekki meira við þá! Svokölluð vinkona mín spyr mig hvað sé í gangi og ég segi henni frá þessu sem ég hefði betur sleppt því þetta varð á allra vörum í skólanum og vinkonur þessara stráka tóku mig fyrir og hótuðu mér!

Ég sagði ALDREI nokkrum manni frá þessi eftir þetta fyrr en ekki fyrir svo löngu síðan og þá við geðlækninn minn sem ég er búin að vera hjá núna í 3 ár!

Ef einhver les þetta þá langar mig mikið að fá álit ykkar
hvort þetta hafi verið mér að kenna o.s.frv!

Mér finnst ég ekki ná að fylla upp í þessa holu innra með mér,líður eins og ég sé orðin eitthvað skemmd fór til dæmis í samband fyrir tæpum fjórum árum sem stóð í 2 ár þar sem mér fannst ég hafa hitt einhvern sem var eins og ég, minn jafningi eins og maður getur orðað það!

Sá átti við þunglyndi að stríða og við földum ekki neitt fyrir hvort öðru eða það hélt ég því síðar fann ég út að hann átti við miklu meira en þunglyndi að stríða og þá er ég að tala um mjög geðræn vandamál!

Í stuttu máli sagt mátti ég þola lygar,andlegt sem líkamlegt ofbeldi,því hann fann hversu meðvirk ég var orðin
og var farin að stjórna í rauninni öllu sem ég gerði og á þessum tímapunkti gat ég ekki horft framan í fólk,en það eru núna komin 2 ár síðan ég komst út úr þessu sambandi og hefur mér farið mikið fram síðan,þó svo að ég finni mikið fyrir þessari holu eins og ég kýs að kalla það!

Að lokum langar mig að segja að ég hef verið með einhverskonar þráhyggju-áráttutengdar hugsanir sem eru að gera mig vitstola samt er ég á lyfjum!

Ætli ég þurfi að fara á róandi lyf eða hvað ætti ég að gera?
Vona að ég fái einhver svör í sambandi við allt þetta!