veit einhver kl hvað og hvar Jet Black Joe verða?
Let me in, I’ll bury the pain
Vegna Menningarnætur og maraþonhlaups verður akstursleið breytt á þeim leiðum sem ella hefðu ekið um Hverfisgötu og Lækjargötu að og frá Hlemmi. Aðrar leiðir aka á hefðbundinn hátt.
Frá kl. 06:45 – 13:00: Á þessum tíma aka vagnar á leið að miðbæ frá Hlemmi um Snorrabraut og Hringbraut að Melatorgi og snúa þar við á leið út í hverfi. Sami háttur er þegar ekið er frá hverfum að Hlemmi, þá er tekinn snúningur á Melatorgi.
Vagnar aka venjulega leið um Vesturbæ en aka ofan nefnda leið að og frá Hlemmi.
Eftir kl. 13:00 er ekið frá Hlemmi um Snorrabraut – Gömlu Hringbraut – Sóleyjargötu – Fríkirkjuveg –Vonarstræti - Suðurgötu – Hringbraut.
Eftir kl. 13:00 er ekið að Hlemmi um Skothúsveg – Sóleyjargötu – Gömlu Hringbraut – Snorrabraut.
Leiðir 5 og 12 munu aka hefðbundnar leiðir um Sæbraut og Kleppsveg að og frá Hlemmi.
Leið 14 mun aka um Ánanaust og Hringbraut í báðar áttir.
Síðustu ferðir fara frá Hlemmi og Vonarstræti; um kl. 01:00.
Menningarnæturstrætó frá kl. 14:00 – 22:00 frá Hlemmi að Grandagarði
Akstursleið: Hlemmur -Rauðarárstígur – Flókagata (Kjarvalstaðir) – Snorrabraut – Gamla Hringbraut – Hringbraut – Suðurgata – Túngata – Hofsvallagata – Hringbraut – Ánanaust – Grandagarður – Ánanaust – Hringbraut – Hofsvallagata – Túngata – Suðurgata – Hringbraut (Þjóðminjasafn) - Gamla Hringbraut – Snorrabraut– Flókagata (Kjarvalstaðir) – Rauðarárstígur –að Hlemmi.
Menningarstrætó verður á 30 mínútna fresti á heila og hálfa tímanum frá Hlemmi, en þó geta orðið óhjákvæmilegar tafir vegna dagskrár Menningarnætur. Ókeypis er í Menningarstrætó sem er sérstaklega merktur. Stoppistöðvarnar eru merktar á kortinu og eru þær sérstaklega merktar.
Leigubílar
Leigubílar verða á stæði neðst á Hverfisgötu til kl. 15.
Þeir verða svo við bílastæðahúsið Kolaport undir Seðlabankanum frá kl. 15 og fram á nótt.
Ath. Leigubílar verða einnig í kolaporti aðfararnótt laugardags