Auðvitað á Rás 2 að vera áfram í Reykjavík. Þessi hugmynd Björns Bjarnasonar er þvílík apaheilaheimska að annað eins hefur ekki sést lengi. Ég bið Guð almáttugan að hjálpa okkur öllum ef þessi einstrengingur verður einræðisherrá í Reykjavík.
Þetta er náttúrlega hryðjuverkastarfsemi enda RÚV hið mesta afar óþægilegur ljár í þúfu Sjálfstæðismanna og kristaltært dæmi um að þar á þeim bæ eru menn fyrst og fremst tækifærissinnar fremur en hugsjónarmenn. Og mótsagnirnar í málflutningi þeirra verða hrópandi. Þeir hafa verið að raða sínu fólki á garðana í Efstaleiti í einhverskonar öfugsnúnu stríði við Jón Ólafsson. Og þannig hefur aldrei komið til greina að hrófla við stofnunni þrátt fyrir endalaustar samþykktir á landsfundum um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. Það er bara ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón þegar prinsipp þeirra sem ráða í Sjálfstæðisflokknum er annars vegar.
Markaðurinn á víst að vera guð. Nú, ef það er svona brilliant að reka útvarpsstöð fyrir norðan, af hverju hefur þá enginn markaðshrólfurinn komið auga á þá staðreynd? Það er hlálegt að heyra þessa talsmenn markaðsins reyna að rökstyðja þennan idjótíska gjörning. Fjölmiðill nærist á umhverfi sínu. Það þarf ekki einu sinni að ræða þetta.
Rooster<br><br><a href="
http://www.ggrn.org">[GGRN]</a>Rooste