Vinkona mín er rosalega ástfangin af ákveðnum gaur.
Gaur sem mér finnst vera að nota hana.
Hún ætlar að giftast honum, hún er 19 ára…
Gaurinn er frá öðru landi. Hún sagðist aðeins ætla að giftast honum til að sanna ást sína á honum.
Hún ætlar að gera það án þess að foreldrar hennar vita það. Því ef þeir komast að þessu þá verður henni ef til vill hent útaf heimilinu.
Ég er að reyna að koma vitinu fyrir henni.
Ég var að spá, ef maður giftir sig, í öðru landi, svona eins og hún ætlar að gera… er hægt að halda því leyndu eða geta aðrir einhvernvegin komist að því hérna á Íslandi??
Plís, það þarf að vera eitthvað. Allaveganna eitthvað til að hræða hana… Vill ekki að hún geri stóóóóóóóór mistök. Hún er mjög væn stelpa og strákurinn er augljóslega að leika sér að henni. Ef til vill fyrir landvistarleyfi.
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33