Ég lenti í stórmerkilegu rifrildi áðan, the topic var númer á strætóum.
Við vorum s.s. að bíða eftir strætisvagni númer 24 þegar allt í einu vinkona mín segir
“Erum við ekki að fara að taka tuttugu og fjóra?”
Þá segir annar aðili:
“Nei við erum að fara að taka tuttugu og fjarkann”
Meðan ég og vinur minn vorum vissir að það væri:
“Við erum að fara að taka tuttugu og fjögur”
Svo kom þessi æðislega uppákoma að allir á staðnum höfði sitthvorar skoðanir á þessu máli.
Hvað er rétt?