Ok er ég ein um það að finnast sumarið hafa liðið á ótrúlegum hraða? Skólinn hjá mér byrjar á fimmtudaginn. Það eru 3 dagar eftir af sumarfríinu mínu! Sumarfríinu sem ég hef ekkert gert í! Ég er klárlega ekki sátt.

Þetta sumar er búið að sökka og ég er ekki alveg andlega undirbúin í það að fara í skólann aftur. Samt ekki það að ég fíli ekki skólann, mér finnst gaman í skólanum, en..ég vil meira sumar. Tvær vinkonur hafa verið úti á landi eða fyrir sunnan að vinna í allt sumar, ein er búin að kæróast í allt sumar, ég hef ekki farið í eina útilegu, við höfum grillað einu sinni í sumar og 17. júní og versló djammið var ekkert það frábært.

Og það sem bíður okkar nú eru þungar skólatöskur, snjór, slabb og hálka. Fokk ég nenni ekki hálku. Samt er veturinn ekki það slæmur. Ég fíla stjörnur og norðurljós. Og jólin. Ég fíla jól. En ég myndi alveg lifa það af að hafa miðnætursól og fuglasöng aaaðeins lengur.

Ég byrja bara að hlakka til jólanna núna.



~ Nöldu