Já&jæja .
Það er nú þannig að hljómsveitin Plain White T's var að spila í tónleikahúsadótáríi neðar í götunni minni á miðvikudaginn.
Á myspace setti hljómsveitin svo útfyllingarsíðu, sem ef að maður fyllti út nafn og email og svona .. þá gat maður unnið miða.
Ég auðvitað skellti mér í það að fylla út þessa síðu, enda skemmtileg hljómsveit sem mig langaði afskaplega að fara á tónleika með. Láta átti þann sem vann vita fyrir 10. ágúst.
Á hverjum fokking degi þá kíkti ég á mail'ið mitt eftir maili sem stæði hvort ég hefði unnið.

17.ágúst
02:00 staðartíma
(öh, ha-ha?)
leiðist mér svo fokking mikið að ég ákveð að rúlla í gegnum junk/spam folder á mailinu mínu ..
finn ég ekki fokking mail um að ég hafi unnið þessa blessuðu miða og ég sé á gestalista …

FOKKING FRÁBÆRT !
helvítis djöfulsins maildrusla !

Nú er ég fokking bitur.