Ég er með sögur sem enginn toppar.
Ég var aaalltaf með dónaskap í sundi, sérstaklega við gamalt fólk. Dæmi:
'Ojj, mamma, þessi kona er með brúnt handklæði, maður fer ekkert með brúnbt handklæði í sund.' (og það heyrðu þetta allir)
'Veistu, þú ert í ógeðslega ljótum sundbol.'
(við konu með blöðrusig) ‘Ertu með pung?!’ (og það heyrðu þetta allir líka)
Svo alltaf ef ég sá feitt fólk í sundi fór ég til þeirra og sagði þeim að feitt fólk ætti ekki að fara í sund…
Pabbi minn átti vin sem var óóógeðslegur, fór aldrei í sturtu og lyktaði ógeðslega, hér eru nokkur gullkorn frá því sem ég hef sagt við hann:
'Híhí, mamma loftar alltaf út þegar þú ert búinn að vera í heimsókn.'
Hann kom einu sinni þegar ég var upp í sófa með sæng og hann setti lappirnar á sængina hjá mér, til að pirra mig, og ég argaði á hann ‘Ef þú tekur ekki þessar helvítis skítugu lappir af sænginni minni HEGG ÉG ÞÆR AF!’
Nokkrum mínútum seinna var einhver svört kona í sjónvarpinu og ég sagði við hann ‘Hey, veistu, mér finnst svona kúkalitað fólk ógeðslegt’ (hann á tælenska konu) og hann sagði ‘Jaaá, konan mín er svona á litinn’ og ég sagði þá ‘Ég veeeit :)’
Svo var hann einu sinni í heimsókn þegar ég var að fá mér ristað brauð og setti óþarflega mikla sultu á það og hann sagði ‘Ef þú borðar svona mikla sultu verðuru feit’ og ég hélt bara áfram að moka sultu á brauðið og sagði ‘Eins og þú, já…’
Man ekki meira en þetta.
Ég var líka ógeðslega dónaleg við búðarfólk, mamma þorði ekki með mig í búðir… sagði t.d. við við einhverja konu ‘Af hverju ertu svona feit?’ og þegar hún svaraði ekki argaði ég yfir allt ‘AF HVERJU ERTU SVONA FEIT?’ og þá sag'i mamma mér að fara út í bíl og áður en ég labbaði út sagði ég ‘Þú ert líka með skegg’.
Ég var ógeðslegt barn…