smá saga
bara áðan fór ég með móður minni á ónefnda ferðaskrifstofu með tösku sem hafði skemmst lítillega í nýlegu flugi. kona hjá töskuviðgerðinni hafði sagt okkur að ferðaskrifstofan myndi borga eða votta eitthvað svoleiðis að við þyrftum ekki að borga viðgerðina.
þegar við komum inn á skrifstofuna settumst við á svona biðstóla því að það var bara ein kona í afgreiðslu og var að afgreiða mæðgur á undan okkur. þær voru kona um rúmlega fimmtugt, þrítug kona og dóttir hennar sem var sirka 2ja. þær voru greinilega í sama erindi og við mútta, með skemmda tösku. elsta konan virtist vera sú sem sá um að tala við afgreiðslustúlkuna. hún kom með blað (ég held eitthvað sem fimmtuga kellan hafði komið með) sem hún hafði skrifað undir og stimplað sem vott um að fyrirtækið borgaði kostnað viðgerðarinnar.
Kellan segir "ég vil ekki sjá þetta blað,“ geðvonskulega ”ég er sjálf að vinna í fyrirtæki (orly bitch?) og ég vil sko sjá prentað nýtt blað með lógóinu hjá fyrirtækinu og allt prentað og fínt“ og þá sagði afgreiðslustúlkan afar kurteisislega að þetta blað væri fullgilt þar sem blaðið var undirritað og stiplað. (þarna heyrði ég að afgreiðslustúlkan var ekki alveg íslensk en talaði samt alveg íslensku, það hefur eflaust haft áhrif á viðmót kellingarinnar)
lestu síðustu málsgrein aftur því að það gerðist allt nákvæmlega aftur. nema kannski ”ég er að vinna í fyrirtæki“.
þessi belja var nú orðin býsna pirruð á að hún fengi blaðið sitt fína prentaða ekki og sagði allt enn einusinni og nú bara í leiðinlegri tón. þá fór stúlkan eitthvað fram með blaðið. Á meðan sagði sú þrítuga sem ver greinilega dóttir kellunnar ”sko það vinna eintómir hálfvitar hér, síðasta sumar fór ég með hana (litilu stelpuna) til útlanda og fólkið hér skrifaði bara eftirnafnið hennar á farseðil (því að hún var bara eins árs eða sumthin) og við vorum stoppuð á flugvellinum.“ (so what, ég held hún hafi samt komist alveg í gegn.)
síðan kemur kurteisa afgreiðslustúlkan aftur með blaðið og segir að það er alveg gillt! þá segir kellingin ”ég vil að þú hringir og látir konuna í töskugerðinni vita að það sé í lagi" stúlkan bara ókei gerir það og síðan fara mægurnar út. takk fyrir.
þegar við móðir mín höfðum lokið erindi okkar á skrifstofunni fórum við á töskuviðgerðina. þá var kellingin þar og lét illa, eða bara eins og á ferðaskrifstofunni. sagði að taskan hafi kostað 90 dollara (7000 kall) og hafi verið dýr á sínum tíma (ekki mikið miðað við ferðatösku). ég hugsa að hún hafi bara viljað fá nýja eða eitthvað svoleiðis. svo veður hún út á endanum þusandi. bókstaflega rauk út með illyrðin. þá var komið að okkur mömmu minni og þá fór afgreiðslukonan að segja okkur sögur af þessari konu að hún hafi komið með tösku sem var ónýt fyrir löngu og að hún hafði ekki sætt sig við að það verður að skila svona innan 60 daga.
bara að gefa dæmi um leiðinlegt fólk :)