Váá…hvað viðskiptavinir geta verið leiðinlegir við afgreiðslufólk.
Held að nokkrir svona korkar hafi komið áður en ég verð bara að fá að koma þessu frá mér.
Ég er með 3 atriði sem ég man vel eftir.
Já, og ég vinn í bakaríi.

Gerðist í dag:
Maður kom inn og ég bauð góðann daginn.
Hann sagði ekki neitt heldur gekk beint að kælunum og náði sér ostapakka.
Gekk að mér, setti pakkana á afgreiðsluborðið og fleigði kortinu sínu í mig og sagðist vilja reykning með mjög reiðilegum og geðstirðum rómi.
Kortið datt á gólfið svo ég beigði mig niður eftir því.
Hann spurði hvort ég kynni ekki að grípa?(með sömu rödd).
Ég svaraði bara jú en gekk inn til að tala við frænku mína um að stofna reykning fyrir manninn.
Hún gengur til hans býður góðann daginn og spyr hvernig reykning hann sé að tala um.
“Nú, svona á blaði!” kallar hann yfir allt.
“Nótu?” spyr svo frænka mín.
“Helvítis reykning, skilur fólk ekki íslensku hérna eða?, ég hélt ég gæti talað íslensku við ykkur!”
Frænka mín tekur við af mér, prentar nótu fyrir hann og hann strunsar í burtu.


Gerðist nýlega:
Ég er skíthrædd við geitunga, þeir eru bara það versta sem ég veit um.
Þeir sækjast mikið í sætabrauðin og því sækjast þeir mikið í bakaríið.
Um daginn var ég skoppandi um útaf þessum geitungum(ótrúlega mikið af þeim).
Kemur svo ekki kona inn og ég bít á jaxlinn, stend kyrr og bíð góðann daginn.
Hún svarar ekki, en fer að kíkja á brauðin.
Á meðan er ég að líta eftir geitungunum.
Allt í einu heyrist í henni með fúllri röddu.
“Ætlaru að afgreiða mig eða geitungana?”.
Ég stóð næstum því fyrir framan hana og beið eftir að hún myndi segja eitthvað!.

Gerðist fyrir nokkrum mánuðum.
Það kemur lítil stúlka inn, örugglega svona 11 ára. Hún er með innkaupalista og fer að lesa af honum.
Hún byrjar.
“Ætla að fá múslíbrauð, skorið”.
“Já”, svara ég og sker múslíbrauð handa henni.
Næst biður hún um 4 súkkulaði snúða.
Þeir voru búnir en hún sagðist þá bara vilja karamellu snúða.
Ég læt hana hafa þá.
Næst biður hún um 3 kleinuhringi með karamellu og ég tek þá til fyrir hana.
Síðast biður hún um vínarbrauðslengju og ég spyr með súkkulaði eða glassúr?.
Hún fær með súkkulaði.
Jæja hún borgar og skokkar í burtu.
Hálf tíma seinna kemur sama stúlka aftur með móður sinni sem er alveg öskureið!.
“Hvað varstu að láta hana hafa?!?!”.
“Það sem hún bað um”.
“NEI!, hún sagðist hafa beðið um súkkulaði snúða og lengju með glassúri!, ég tek ekki við svona mikillri karamellu!.
Svo er múslíbrauðið helmingi minna en það var síðustu helgi!, ég ætla að skila þessu!”
Ég svara svolítið pirruð til baka:
“Ég sagði við hana að það væru ekki til snúðar með súkkulaði svo hún bað um að fá karamellu, ég spurði hvort hún vildi lengju með glassúri eða súkkulaði hún svaraði súkkulaði, ég spurði hvort hún vildi kleinuhringi með súkkulaði eða karamellu hún svaraði karamellu.
Svo baka ég ekki brauðið heldur sel það.”
“Láttu mig þá tala við einhvern annan ef þú ert svona óþroskuð skólastelpa að geta ekki afgreitt mig!..er þetta alltof flókið fyrir þig?”
Ég svaraði neitandi og gekk inn til að sækja símann til að hringja í eigandann.

Helvítis kellingin fékk að skila öllu!:/..en var samt ekkert smá ánægð að vera laus við hana.

Stóra spurningin er…
..Einhver sem getur toppað þetta?=)
;)