Ég er með ofnæmi fyrir fuglaskít, já frekar asnalegt. En fór í ofnæmispróf eftir að vera alltaf að fá í nefið í nokkra mánuði. Og ég þurfti að selja páfagaukinn sem ég vildi ekki og hef verið bara nokkuð góð síðan, ég bara verð að geta verið heima hjá mér.
Svo er ég með nikkel ofnæmi, get ekki verið með neitt nema gull. Og fékk ég ofnæmi fyrir peningum eins og einhver þarna, eftir að sofa á pening(hann datt úr vasa í rúmið), jei.
Og svo er maður með óþol fyrir mjólkurvörum, og viðkæmur fyrir frjókornum, ryki, klóri, þvottaefnum, geri, hveiti(glúten), kornvörum flestum, steiktur og brasaður matur og kasjúhnetum. Og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki.