Ok, í sambandi við “jeij” þráðinn.
Ég keypti mér svona Walkman W660i síma.
Langaði rosalega í þennan:
http://www.youtube.com/watch?v=pZJXmTnnOUE
eftir að hafað séð þessa auglýsingu alltof oft og ákvað að skella mér að kaupa einn.
Til að gera leiðinlega sögu stutta:
Fór til höfuðborgarinnar (3 klst. í burtu), beið í flottustu símabúð sem ég hef séð í svona 1 klst., komst að því að síminn var búinn, valdi mér annan, bara til í hvítum, keypti mér svoleiðis, langaði í bleikan, lalalala, liðu nokkrir mánuðir, ég kem aftur heim til Íslands.. OG BAMM!!!
Fkn síminn virkar ekki, hann er læstur, bara hægt að nota símakort frá Orange fyrirtækinu.
Fór í Símann, þeir gátu ekki neitt, fór í Vodafone, þeir vissu ekki neitt, fór í Sony Ericsson síma“eitthvað-eitthvað”… kostar fkn 6.000 kr að taka læsinguna því að það þarf að láta nýjan hugbúnað og eitthvað.
Ég á snúru með þessum síma til að tengja við tölvu, kann einhver að “hakka” svona?
Hvað get ég gert? Vil ekki borga 6.000 kr!! Það er næstum helmingurinn af upprunalega símaverðinu!
Svona er síminn:
http://www.mobilejazz.co.uk/blog/wp-content/uploads/2008/04/sony_ericsson_w660i.jpg
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33