Ég var svo ótrúlega sniðug að ég keypti tonnatak um daginn á 29 kr. eða eitthvað til að líma lampann minn. (Hann er úr gleri og brotnaði, jæja…) Ég tók upp á því að kreista túpuna, af því að það var eins og það vantaði eitthvað fremst, og ég var búin að steingleyma því að ég hafði opnað túpuna aðeins áður.
Það fór allt í lófann minn, og ég hljóp inná bað til þess að þurrka á mér hendina, og túpuna sjálfa. Síðan þá er eitthver svona húð í lófanum mínum, sem er svona eins og dautt, hart skinn og ég næ því ekki af.
Ég er búin að reyna eitthvað svona bensín tengt efni, sem var inni í ísskáp, naglalakkahreinsi og sótthreinsunarspritt, en ekkert gerist. Þetta er ótrúlega óþæginlegt :S.
Þetta er svona eitt það furðulegasta sem ég hef gert á ævi minni, ég er ekki vön því að vera að sulla með eitthver efni. Þetta var bara svolítill brallaraskapur í mér :).
Þess má geta að ég henti túpunni, þar sem það var bréf og sull fyrir gatinu, og auðvitað var túpan öll blaut :S.
Getur eitthver komið með hugmynd hvernig ég get náð þessu af?
Lastu Þetta?..