Lenti í þessu í júlí þegar ég var að koma heim. Ég labbaði ein framhjá tollvörðunum og bauð þeim góða kvöldið, rosa kát að vera komin heim loksins. En nei nei..
Ég: ,,Góða kvöldið!:D"
Tollvörður: ,,Góða kvöldið, værir þú til í að setja töskurnar þínar þarna?" og benti á gegnumlýsingartækið.
Ég: (Voða hneyklsuð, enda geggjað þreytt eftir leiðinlegt flug) ,,Hva, Er ég bara tekin í gegn útaf því að ég bauð ykkur góða kvöldið eða??"
Tollvörður: ,,Það er nú ekki útaf því.. ég vil bara sjá hvað þú ert með ofan í töskunum þínum. Ekkert annað." og brosti eins og mongólíti.
Ég gerði það sem mér var sagt að gera og svo þegar töskurnar voru komnar út úr tækinu, þá spurði ég þá: ,,Er það eitthvað fleira sem ég get gert fyrir ykkur?" og var hálf urrandi.
Tollverðirnir: ,,Ha, neinei.. þetta er gott sko.."
ARRG!! Bara útaf því að ég var ein að koma frá Danmörku með tvær stórar ferðatöskur og bakpoka! Vá.. þeir hljóta að hafa hugsað: ,,Hmm.. þessi gella er með 2 stórar ferðatöskur og bakpoka! Hmm.. hún hlýtur að vera með gaskút og nokkur kíló af spítti af því að hún er með 2 ferðatöskur, en ekki eina!!"