Ég þarf að vakna snemmma á morgun eða flesta virka daga því ég er að vinna í bakaríi. Bý í blokk og allt í góðu með það.
Einn góðann veðurdaginn flytur inn kona með 6 ára son sinn.
Þessi litla familia flutti inn í íbúðina á móti mér og frétti ég síðar að hún væri lögga..eða að útskrifast úr lögregluskólanum.
Ég náttúrulega ánægð.
Neinei, er ég ekki að fara að sofa eitt kvöldið og heyri tónlist upp í herbergið mitt eins og ég væri á tónleikum.
Mamma vaknaði við þetta og gekk inn til mín og spurði hvort ég væri að spila tónlist.
Nei, ég var saklaus og því datt okkur í hug að þetta væri hel***** löggan!.
Klukkan var hálf 12 að miðnætti.
Við mæðgurnar tókum þessu með góðu, konan var nú að flytja inn.
Ástandið versnar.
Hún fer að spila lög kl 3 að nóttu og ég vakna við það!.
Ég fékk ekki minn svefn útaf þessu!.
Einu sinni vaknaði ég kl 3 um nóttina við það hún væri að spila eitthvað ömurlegt ástarlag með Bubba. Það tók mig dágóðann tíma að sofna því lagið endurtók sig alltaf.
Næsta morgun kl. 9 vakti móðir mín mig og nei nei, var kellingin ekki ennþá að spila sama lagið!.
Ég þoli þetta ekki lengur!, ég veit ekki hvað oft fólk hefur farið að kvarta í hana og fullt af litlum krökkum undir 2 ára aldur búa hérna og þurfa að fara snemma að sofa.
Ég meina það!..Hún er lögregla og ætti að vita betur!.
OHHH!, ég er að ærast útaf þessu og þegar hún byrjar á þessu yndislega trykki sínu stilli ég mínar græjur í botn (að degi til) og hún hækkar ennþá meira hjá sér!..þetta athyglissjúka gerpi!
Ég er að verða brjáluð á þessu og er eins og ég veit ekki hvað í vinnunni:/.
Hún byrjar yfirleitt 10 á kvöldin hættir um 1 leytið og byrjar aftur kl 3, næsta dag fæ ég aftur að heyra í græjunum hennar um 11 leytið.
Ég þakka fyrir lesturinn og gott að koma þessu frá sér..púff..
;)