Með stúdentagarða : Ef þú átt lögheimili úti á landi ert þú nánast efst á forgangslista fyrir flestar tegundir íbúða/herbergja. Þú ættir kannski ekki að hafa Lindargötuna á umsókninni hjá þér þar sem ólíkt öðrum íbúðargerðum er meirihluta íbúða þar úthlutað til höfuðborgarbúa af sérstökum ástæðum.
Ég heyrði fyrir nokkrum árum að landsbyggðarmaður hefði fengið úthlutað herbergi í tvíbýli um vorið eftir að hann hóf nám, þ.e. hann var á biðlista í tæpt ár, kannski 9 mánuði. Veit ekki hvernig það er núna eða með aðrar íbúðargerðir en mig grunar að ástandið sé allavega ekki betra, því miður.
Hef heyrt að það sé betra að fá íbúð á Keili og að þær séu flottar og á mjög góðu verði. En þá þarftu líka að vera undir það búin að eyða nokkuð löngum tíma í að ferðast til og frá skóla. Ég persónulega myndi ekki nenna að leggja af stað klukkan 7 á köldum og dimmum vetrarmorgni eða eyða klukkutíma í ferðalag eftir erfiðan dag.
Með húsaleigubætur : Hér er reikniforrit :
http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/reikniforrit/nr/964Hámarksbætur fyrir barnlausan einstakling eru 18þús á mánuði. Flestir námsmenn ættu að fá fullar bætur. Segjum t.d. að þú sért með eignir upp á 300k (bíl), 2mil í árslaun og 50k í leigu þá færðu fullar bætur.
Hér er síðan það sem aðrir svarendur voru að tala um :
ÁHRIF EIGNA Á HÚSALEIGUBÆTUR
Ef samanlagðar eignir allra þeirra sem lögheimili/aðsetur eiga í viðkomandi leiguhúsnæði að frádregnum skuldum eru umfram 3* millj. kr., skulu 25% þeirrar fjárhæðar sem umfram er bætast við þær tekjur sem liggja til grundvallar ákvörðun um fjárhæðir húsaleigubóta.
* Fjárhæð þessi breytist í samræmi við neysluvísitölu til verðtryggingar og var hinn 1. janúar 2008: 4.660.142 kr.
Ath. líka að þú færð bara bætur ef þú leigir íbúð (sjá skilgreiningu þeirra á íbúð) þannig að ef þú leigir herbergi færðu ekki neitt.
* Með íbúðarhúsnæði í lögum þessum er átt við venjulega og fullnægjandi heimilisaðstöðu og eru lágmarksskilyrði a.m.k. eitt svefnherbergi ásamt séreldhúsi eða eldunaraðstöðu og sérsnyrtingu og baðaðstöðu.
* Húsaleigubætur greiðast ekki vegna leigu á einstaklingsherbergjum eða ef eldhús eða snyrting er sameiginleg fleirum.
Undanþága frá þessu gildir um námsmenn sem eru í námi á framhalds- eða háskólastigi og leigja á heimavist eða á námsgörðum. Ef þú færð herbergi á stúdentagörðum áttu því rétt á bótum. Ástæðan fyrir því að þú fékkst svo lágar bætur á heimavistinni þinni gæti verið sú að leigan þar hafi verið það lág að bæturnar skertust verulega.