það eru og munu alltaf verða dæmi um fólk á öllum aldri sem líður illa.
Það er mjög misjafnt afhverju fólki líður illa, en það getur verið einmanaleiki, erfiði á heimili, vandræði í vinahópnum, vondur félagsskapur, einelti og mikið meira,
en þeim sem líður illa þurfa oft að fá útrás og það kemur oft út í svona löguðu.
maður fær útrás úr því að vera leiðinlegur og þannig er það bara.
einhverntímann verið á leiðinni heim eftir erfiðan vinnudag, þú svafst of lítið og illa, vaknaðir með hausverk og fékkst þér of mikið kaffi, og það var svo mikið að gera um daginn að þú hafðir varla tíma til að fá þér að borða almennilega.
maður verður pirraður.
og hvað er þá betra en að öskra á einhvern ókunnugan og setja hann niður fyrir eitthvað smáræði?
auðvitað er leiðinlegt þegar það er öskrað á mann og kastað skít í mann, en þetta verður alltaf til staðar.
eins og þegar þú skrifaðir þetta hefurðu örugglega verið full af bræði, og hefði það ekki alveg eins getað komið út í skítkasti á einhvern einstakling sem fór í pirrurnar á þér?
hey, ég öskraði á systur mína nokkrum sinnum í dag því ég var pirraður og mér fannst hún óþolandi á því augnabliki og langaði mest að sýna henni alvarlega hver réði,
en ég gerði það ekki og myndi aldrei gera það, því alltaf í lok dagsins þegar allt er orðið rólegt er hún besta litla systir í heimi og svo framvegis.
þegar maður sér rautt þá sér maður rautt og maður getur gert allskonar hluti og sagt allskonar hluti sem ekki er hægt að taka til baka og sumir kunna ekki að passa sig, það kemur fyrir alla að þeir missa sig
en punkturinn er að við getum ekki endalaust kennt fólkinu sjálfu um, stundum er það eitthvað allt annað, nema það séu 13 ára gelgjur sem sjá ekkert nema sjálfa/n sig, það er allt annað.