Nokkrir punktar:
*Frakkar!!! Aðalega þeir sem kunna ekki stakt orði í ensku & babla bara eð rugl á frönsku.
*Hjá okkur setur maður sósurnar sjálfur á pylsuna sína en einhvernveginn er mjög erfitt fyrir suma að fatta það! Maður segir auðvitað alltaf að sósurnar séu á borðinu á móti en alltaf þarf fólk að koma aftur sem er búið að bíta í þurru pylsuna sína & spyrja hvort ég ætli ekki að setja sósu á pylsuna!
*Maður þarf líka að ná í gosið sitt sjálfur í goskælana (eins og í ábyggilega öllum sjoppum) en alltaf eru einhverjir sem biðja um,, eina kók/appelsín…“, en það er samt bara hvítur veggur fyrir aftan mig! Svo þegar maður segir fólkinu að það sé í goskælinum þá heldur það að ég ætli á ná í það fyrir sig eða ætlar á ná í það á eftir! Halda semsagt að öll verð séu bara tilbúin í kassanum.
*5000 kallar! Sérstaklega ef útlendingar kaupa eitt frímerki á 45 kr. & borga með 5000 kalli!!
*Fólk sem heldur að maður geti bara stokkið frá kassanum sí svona þegar er aaaallt of mikið að gera! T.d. lætur fólk oft vita ef vantar pappír á klósettin, sem er náttúrulega allt í lagi & er auðvitað okkar mistök. En ég hef nokkrum sinnum lent í því að gamlar & grömpí kellingar(alltaf) vilja láta skipta um pappír og það strax! þegar er allt of mikið að gera! Koma svo alltaf aftur & aftur til að minna mann á það en það er ekki alltaf auðvelt að stökkva frá kassanum! Svo fylgja þær manni inn á klósettin í þokkabót til að vera vissar um að maður ætli að skipta um rúllu!!
*Krumaðir peningar. Skil ekki afhverju fólk þarf alltaf að rétta manni saman krumpaða & klessta seðla sem tekur 10 mínútur að reyna að slétta úr til að geta komið honum kassann! Sennilega mest bara fullkomnunarárátta í mér!
Þetta er orðið frekar langt & sennilega er ég bara með óþarfa pirring, en þetta pirrar mig helling! Ég passa mig samt alltaf á því að vera rosa kurteis & þannig & sýna engan pirring. :)
Ég bara varð að koma þessu frá mér!
Bætt við 23. júlí 2008 - 16:48
& gleymdi útlendingum sem eru alltaf að spyrja til vegar! Ég skil alveg að það er erfitt að vera einhverstaðar og vita ekkert hvar hótelið sitt er. En 150 svoleiðis spurningar á dag verða óþolandi!! Svo eru þeir líka oft að spyrja hvernig þeir geta komist á hina og þessa staði og þar sem ég er ekki sú allra sleipasta í enskunni reyni ég oft að segja þeim að fara á tourist informationið og þá fær maður alltaf spurninguna ,,can you tell me where that is?"
;D