Emm já…
Ég veit allir krakkar hafa eitthvað á móti foreldrum sínum.
og jájá ég veit þeir eru bara að reyna a vernda mann og e'ð…
En já sko…
Mér finnst mamma mín of stjórnsöm, og mér finnst hún alltaf þurfa ráða öllu.
Sko fyrir svona u.þ.b. ári var ég svolítið mikill rebel við foreldra mína, en mamma sagði að ef ég yrði svolítið þægari myndi hún leyfa mér meira líklega.
Hún gerði það… á vissan hátt.
Mér þykir mjög vænt um foreldra mína þannig ég er ekkert eitthvað að ég segi að ég hati þau, bara svona já…
Og já, síðustu mánuði hef ég verið meira þæg, ég hef látið hana vita hvað ég er að gera og svona, sagði henni að ég stundaði kynlíf, sagði henni að ég rúntaði með krökkum sem ég veit hún vill ekki að ég sé með, hringi alltaf í hana til þess að biðja hana um leyfi til að vera lengur eða e'ð þannig (sagði henni reyndar ekki frá reykingum & drykkju en já) oooog já…
Samt er hún alltaf (þá er ég ekki að meina alltaf alltaf, eins og hún skildi það, heldur oft) eins og hún sé vonsvikin eða eitthvað…
Ég þekki hana alveg nóg til að sjá þegar hún er vonsvikin með mig eða e'ð…
Hún algjörlega neitar því og segir að hún sé mjög ánægð með mig og svona, samt gagnrýnir hún allt(ekki allt, mikið) sem ég geri.
Hún gagnrýnir vini mína og segir mér að vera með öðrum vinum mínum frekar þó ég segi henni að mér líði miklu betur með hinum (ég hef átt frekar erfitt en nenni ekki að segja frá því og efast þið nennið að lesa það).
Hún gagnrýnir skoðanir mínar um t.d. líkamsgöt og tattú.
Hún gagnrýnir tónlistina mína.
Hún gagnrýndi fatastílinn minn en ég talaði við hana um það og hún hefur ekki gert eins mikið af því.
Hún gagnrýnir lífsstíl minn (mataræðið, svefninn) og hún gagnrýnir það hversu vænt mér þykir um vini mína… t.d. ég á eina vinkonu sem mér þykir vænna um en allt annað og ég myndi gera hvað sem er fyrir… ég myndi aldrei koma heim til mín aftur en ég myndi þurfa þess fyrir hana… og ég myndi fórna lífi mínu fyrir hana.
Og einu sinni þegar fyrrverandi vini mínum (byrjuðum saman, hann dömpaði mér og hætti að tala við mig, hann er aumingi) var dömpað af sinni fyrrverandi þá vakti ég alla nóttina með honum.
Ég reyni alltaf að hjálpa nánum vinum mínum með allt og já ég hugsa mjög vel um vini mína.
Hún gagnrýnir það.
Ég þoli ekki svona mikla gagnrýni, sérstaklega ekki frá manneskjum sem skipta mig svona miklu máli.
Og ég veit margir munu segja að hún sé að reyna að vernda mig… en já hún getur ekki ráðið öllu sem ég geri. :/