Ef einhver hérna á gulan Cheeriosbol frá því einhvern tímann í eldgamla daga að þeir fylgdu með Twinpack í Bónus eða hvernig sem það var í stærð sem passar á fullvaxinn karlmann og er til í að láta hann frá sér (ég sæki að sjálfsögðu, og er jafnvel til í að láta af hendi einhverja smáaura, svo langt er ég tilbúinn að ganga í gríninu) fyrir mánudagskvöldið næsta má sá hinn sami endilega senda mér póst á bjolli “at” lister.is
Svona til að svara spurningum um af hverju einhvern gæti mögulega langað í svona bol, þá er ég að mæta með hóp af vitleysingum á Fjölnisleik, og fyrir síðasta leik sem ég mætti á gróf ég upp einn svona í skápnum hjá pabba, og þessir yndislega hallærislegu bolir eru orðnir rótgrónir í húmornum í kringum mig og hópinn sem ég dreg með mér :P