Nei, gerðu hvað sem er, HVAÐ SEM ER, en ekki flytja til Dalvíkur!
Ég flutti þar eitt sumar til að vinna, og það var algjörlega það ömurlegasta sumar sem ég hef upplifað. Fólk á Dalvík er mjög lokað og tekur manni ekki opnum örmum, mjög erfitt að komast “inní”. Ég hef heyrt það frá alveg nokkrum aðilum, auk þess að ég fann vel fyrir því.
Í vinnunni sem ég fór í þá held ég að ekki ein einasta manneskja hafi reynt að tala við mig (fyrir utan fyrrv. kærasta minn sem var þá að vinna þar með mér).. sem kom mér alveg rosalega á óvart, því ég kom úr skóla og vinahóp þar sem allir voru forvitnir um “nýju manneskjuna” og gerðu sitt besta til að kynnast þeim aðila, þannig þetta var stór, blaut tuska í andlitið.
Svo er ógeðsleg lykt 24/7.
Music.. my escape from reality.