Tja, ég átti einu sinni leið í Gripið og Greitt, matvöruverslun með vinkonu minni og föður hennar. Á þeim stað er það svo að afgreiðlukassarnir eru alveg við innganginn, þegar maður kemur inn um dyrnar.
Og jú, það vildi svo skemmtilega til að það rigndi þennan dag, og enn skemmtilegra var það að ég skyldi hafa verið í stuttermabol og buxum, en engu öðru.
Þegar út úr bílnum var komið, til að verða ekki blaut, stakk ég upp á því að HLAUPA inn í verslunina.
Það væri nú ekki frásögufærandi nema það, að ég hljóp af stað og inn á flísarnar í innganginum, og þar gerðist svona “teiknimyndadett” eins og það var orðað svo skemmtilega áðan.
Ég s.s. flaug á bakið á mér, og það stoppaði ekki þar, heldur rann ég áfram á bleytunni og undir afgreiðslukassann hjá einni konunni. Og jiii, ég hélt að vinkona mín ætlaði ALDREI að hætta að hlæja. Við vorum þarna inni í rúman hálftíma eða e-ð og hún hló allan tímann, svo þegar hún var loks að hætta hlæja komum við að kössunum aftur og þá sagði ein afgreiðslukonan “hey, ert þú sú sem rannst undir kassann áðan? Er í lagi með þig?” og þá byrjuðu hláturinn aftur, mér til mikillar gleði.
Annars er þetta ekki eina skiptið sem ég hef dottið svona skemmtilega á almannafæri. Þið hafið kannski tekið eftir því að vera í Sambíóunum í Mjódd, og þar er stundum svona gult skilti við innganginn, “Varúð - Gólfið er hált”. eða eitthvað álíka?
Þarna á flísunum, again, við innganginn, vorum við vinkona mín að bíða eftir að vera sóttar í bíó. Ég leit á þetta mjög svo “hallærislega” skilti, alveg “jii hvaða fáviti myndi detta hér… djöfull væri það samt fyndið, renna á hausinn fyrir framan skiltið…” of fór að taka smá steppskref, bara til að sýna að þetta gólf væri hættulaust. Og auðvitað FLAUG ég á hausinn. Rétt áður en næsta mynd var að byrja, svo að sjálfsögðu var fullt af fólk að horfa á…
Bætt við 18. júlí 2008 - 21:16
Kannski ég bæti við einu sem tengist því ekki að detta.
Ég var í BT verslun og þar var ekkert að gera, enginn inni nema ég, vinkona mín og afgreiðslumaður einhversstaðar við afgreiðsluborðið.
Málið er það að ég á það til að vera frekar jumpy manneskja, mér bregður mjög auðveldlega við hluti sem ég á ekki von á, sem er oft auðvitað…
Anyways, ég var hinum megin í búðinni, langt frá afgreiðsluborðinu, og býst ekki beinlínis við einhverjum “óvæntum” þar, og er bara eitthvað að horfa niður á eitthvað drasl úr búðinni sem ég held á. Allt í einu berst “Get ég aðstoðað?” frá manni sem allt í einu stendur svona líka meter frá mér. Hann hafði semsagt verið að labba út af lagernum. Og mérbrá svona hressilega, öskraði “BAAAHH!” og kom mér í þessa skemmtilegu varnarstellingu.
Já, afgreiðslumanninum fannst ég einkar skrýtin.