Ég held að það yrði frekar erfitt fyrir mig að hitta alla sem mér þykir vænst um á svona stuttum tíma. En fyrst við erum bara að þykjast þá myndi ég væntanlega gera það bara :). Kalla saman alla mína allra nánustu og knúsa og kyssa alla eins lengi og ég gæti :).
Ætla að vona að þegar síðasti dagurinn kemur að ég hafi gert flesta hluti sem mig langar til.
EN, ef þetta væri bara dagurinn í dag (ja, eða í fyrramálið frekar) og í raunveruleikanum, þá er auðvitað ekkert allt í boði. Mér leiðist svo ég ætla að fara yfir þann dag :);
Í fyrsta lagi myndi ég hringja í þá sem búa lengra frá mér og segja þeim frá stöðu mála. Ég ætla að vera svo djörf að segja að mínir nánustu myndu leggja á sig nokkura klst bílferð til þess að koma að knúsa mig og kveðja :).
Því næst myndi ég fara til minna nánustu vina og eiga góða stund með þeim, spjalla og kveðja. Já, og ég myndi draga nokkra vini í smá motocross og fara og hoppa í sjóinn :P.
Svo yrði auðvitað farið og kvatt nánustu fjölskylduna, það mun taka sinn tíma :P, væmna fólk :). Þegar það yrði búið yrði stór grillveisla með öllum sem ég elska útaf lífinu. Eftir kvöldmat yrði farið og gert eitthvað klikkað, hehe. Finn hvað það verður þegar að því kemur.
Höfum það kósý fram eftir nóttu, og svo vona ég að einhver verði svo góður og haldi um mig þegar ég fer :).
Æjj, vá, nú sakna ég allra svo mikið.. :P