Já ég veit ég er búin að skrifa um þetta á /sorp en ég hugsa að ég fái ekki beint bestu svörin þar


en ég var að vinna í íþróttahúsi og var búin að fá vinnu þar í allt sumar ( eða já það var búið að ráða mig í allt sumar).

Þetta íþróttahús var alveg hræðilega illa rekið og yfirmaður minn var rekin stuttu eftir að ég byrjaði.

Þá kom eitthvað annað fólk sem var að reyna að koma rekstrinum í lag og það kom með nýtt skipulag og nýtt vaktaplan og allskonar til að bæta reksturinn

þetta vakta plan var svo sem ágætt en ég var ekki á því og það var búið að lofa mér vinnu í hverri viku og aðra hverja helgi.

nú spyr ég ykkur kæru hugarar hef ég engin réttindi ?
ég skrifaði ekki undir starfssamning , ég veit að þó að ég hefði beðið um starfssamning hefði ég líklega ekki fengið hann því að önnur stelpa sem var líka að missa vaktirnar sínar hafði oft beðið um starfssamning og aldrei fengið hann.

er ekkert sem ég get gert , því mig vantar virkilega peninginn og mér finnst komið illa fram við mig og hinar stelpunar sem misstu vaktirnar sína

við vorum ekkert látnar vita ( reyndar var enginn látinn vita um breyttar vaktir og sumir voru búnir að plana sumarið sitt í kringum gömlu vaktirnar) við sáum bara nýja vaktaplanið okkar og sáum að við vorum ekki inná

get ég eitthvað verið að fara með þetta í stéttafélagið eða verð ég bara að sitja heima hjá mér og vera svekt ?