Halló. Ég er að gera dauðaleit að lagi en þetta gengur alveg voðalega lítið hjá mér. Þannig er mál með vexti að ég heyrði þetta um daginn á Hróarskeldu en það vissi enginn hvaðan þetta kom, við vorum bara með einhvern eldgamlan mix disk, en þetta var cover af laginu Atvinnukrimi með Móra sem hljómaði geðveikt líkt Jóni Gnarr. Hann var semsagt búinn að breyta textanum og var að syngja sem vændiskona, viðlagið var einhvern veginn svona:

“Sóðamök eru mín sérhlið, fokkaðu mér og þú færð fimmta hvert frítt! … Já mér er heitt og hlýtt..”

Þetta var allavega alveg hrottalega fyndið og við lágum öll í hláturskrampa þegar við spiluðum þetta og ég hét því að grafa þetta upp þegar ég kæist í tölvu en ég er búinn að vera á google í 2 tíma án þess að hafa uppá þessu.. Lagið kom út árið 2002 eða 3 held ég en tvíhöfða diskarnir eru fyrir það held ég. Ég skoðaði þá eitthvað aðeins á tónlist.is en fann þetta ekkert.. Er einhver sem hefur heyrt þetta lag og veit hvaðan það kemur?