Forsíðukönnunin
Hvar get ég séð hertar reglur um stafsetningareinelti?
Ég hef verið að fylgjast vel með öllum commentum sem koma á myndir sem sendar eru inn á áhugamálið. Mér blöskrar það hversu margir láta særandi og niðrandi comment falla á myndir, ætluð til þess eins að særa sendandann.
Vert er að taka það fram að særandi og niðrandi comment eru ekki liðin á þessu áhugamáli. Ef ég og meðstrjórnendur mínir verðum varar við comment sem þjónar þeim tilgangi einum að særa að þá verður því commenti eytt og sá sem commentið skildi eftir sig viðvaraður. Svona hegðun getur leitt af sér bann í óákveðinn tíma fyrir viðkomandi og ef svona hegðun er ítrekuð mun ég sem og meðstjórnendur mínir krefjast banns á viðkomandi aðila.
Ég og meðstjórnendur mínir þurfum að fara að vera duglegri við að áminna notendur sem eiga það skilið og eyða særandi commentum. Þið sem stundið þetta áhugamál megið einnig endilega benda okkur á óviðeigandi hegðun einhvers aðila á þessu áhugamáli ef þið verðið þess vör.
Ég vona að fólk átti sig á því að þeir notendur sem þurfa ítrekað að vera að setja út á annað fólk líður ekki vel með sjálft sig og á eitthvað bágt. Hegðun þeirra endurspeglar þeirra persónu, ekki þá persónu sem þeir tala um eða til.
Ef fólk hefur ekkert nema slæma og neikvæða hluti að segja, að þá skal það einfaldlega sleppa því að tjá sig. Allra vegna, ekki síst þeirra sjálfra.