Var aðeins að vafra í gegnum tenglana í Tónlist. Aðstenda tengla þ.e.a.s., sem að mér skilst þurfa að vera samþykktir af Admin tónlistar, og hlýtur viðkomandi hvorki fleiri né færri heldur en 4 stig í safnið fyrir.
Rak ég þar augun í þetta, National Socialism Black Metal. Undir tenglinum stóð eitthvað á þá leið að þetta væri etv. ekkert flott síða, en góð byrjun fyrir þá sem vilja kynna sér þessa tegund tónlistar sem fer ört vaxandi.
Þar sem ég tel mig nú ekki vera algeran bjána, vissi ég um leið að National Socialism er auðvitað ekkert annað en lengra nafn á Nazi. Svo ég klikkaði á tengilinn. Birtast mér ekki tveir vesældlegir Hakakrossar og svo eitthvað þvaður þar fyrir neðan.
Ég er þá að spá í tvennu:
1) Vissi Admin þessarar ágætu síðu einfaldlega ekki hvað National Socialism er og skoðaði ekki tengilinn áður en hann var settur inn?
2) Þykir það bara hið fínasta mál að nota hugi.is sem stökkpall inná áróðursíður “Nasista” ?
….
smá hugleiðing