Já einmitt. Ég sjálfur er að velta fyrir mér að gefa, en það er skrítið að biðja um donations og gefa engar hugmyndir um nákvæmlega hvað á að gera við þær.
En baráttan við einelti… er aðallega barátta við fáfræði eða leti ráðamanna, ég veit ekki hvort. Held það myndi ekki kosta ríkið mikið t.d. að koma allavega Olweus-áætluninni í gang í öllum skólum. Það er ÓÞOLANDI að hundruðum milljóna af skattpeningum skuli oft vera eytt í eitthvað skraut eða vitleysu, en svo er ekki hægt að sjá af einhverju smáræði í að laga hlut sem skapar terror umhverfi í flestum grunnskólum þar sem engum leyfist að vera hann sjálfur og gjörsamlega eyðileggur líf margra langt fram á fullorðinsár eða jafnvel til æviloka. Já, ég segi *margra*… það er talað um að 1 af 10 lendi í einhverskonar einelti í íslenskum grunnskólum.