Veit einhver hvernig best er að geyma koníak svo það “haldi sér” ? Ég veit ekki neitt um koníak en mér var gefin flaska svo þá er bara spurning á hvernig stað best sé að geyma það svo gæðin dvíni ekki.
Hvorki kæla né hita það, geymdu það bara með tappan á þannig það sé loftþétt við stofuhita, ef þetta er eitthvað flott koníak, þ.a.e.s. X.O eða flottara þá myndi ég bara setja það upp í hillu sem skraut en ef þetta er bara V.S.O.P, Napoleon eða álíka meðalkoniak þá myndi ég bar skella því inn í skáp. (Nema það sé Otard, helvíti flottar flöskur.)
Bætt við 29. júní 2008 - 14:30 Hvernig koníak er þetta?
Sýnist það heita Polignac og er allavega merkt XO og Royal fyrir neðan. Var einmitt að reyna að Googla hvernig er best að geyma koníak og sá þá hvernig það er merkt eftir aldri, og kom það skemmtilega á óvart hvað þetta er gamalt :)
En heldurðu að það sé í lagi að geyma það inni í skáp við stofuhita ? Svona þar sem foreldrarnir vita ekki af því heh. Það er reyndar búið að opna það, ætli það hafi einhver áhrif á geymsluna ?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..