ég ákvað rétt eftir kvöldmat að kíkja í smáralindina og fara í bíó.
fólkið ætlaði að sjá myndina ‘Hulk’, eða ‘Jötuninn Ógurlegi’
eins og þetta var þýtt.
ég kíki á skjáinn fyrir aftan afgreiðslukonurnar og sé þar að almennt bíóverð er 1000 krónur, og rétti fram þá upphæð,
og þá segir afgreiðslustúlkan mér að verðið sé ellefuhundruð krónur.
Ég spyr afhverju, þá er hundraðkallinum bætt við, útaf því að það eru einhver digital gæði á þessari sýningu.

Wtf?

ég veit nú ekki betur til en að það séu einhver digital gæði í bíóinu í kringlunni, og síðast þegar ég fór þangað kostaði það ekkert meira en venjulega.

Asnalegt.

jæja tjáiði ykkur.