Langar að heyra slysasögur, neyðarlegar.
Hérna eru 3 frá mér…
* Ég vinn í afgreiðslustörfum, kl. var 9 um kvöldið og ég búin að vinna í ALLAN dag, það var komið að næsta viðskiptavini, ég snéri mér að honum og sagði hátt og skýrt:“Góða nótt!!!”
* Það var laugardagur og mikið að gera, ég var nýbúin að leggja frá mér símann á skrifstofunni og þurfti að hlaupa til að hjálpa viðskiptavini… ég byrja að hlaupa og svo “búff”. Ég dett, útaf EINU fkn VÍNBERI sem lá á gólfinu. Fyrir framan svona 20 manns… Ég meira svona FLAUG á gólfið, var frekar þokkafullt fall.
* Ég var í útlöndum, sem skiptinemi… það var verið að opna nýjan klúbb og það var svaka svona “leyni” útaf honum og ég var að ganga á gangstéttinni fyrir framan hann, ég var að horfa niður enda fannst mér ég hafa misst eitthvað, ég lít snögglega upp og allt í einu er RISASTÓR dreki fyrir framan mig, mér bregður svo að ég tek skref afturábak og dett um gangstéttarkantinn, beint á götuna.
Það var víst búið að taka tjaldið frá hurðinni að klúbbnum, sem var mynd af dreka… og þetta var BEINT fyrir framan almenningsgarð, fullt af fólki enda allir að kaupa sér ís og dúlla sér.
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33