Ég rakst á þessa frétt á mbl.is áðan…
Fischer hringdi í Sæmund
Sá óvænti atburður gerðist nýverið að skákmaðurinn Bobby Fischer hringdi í gamlan vin sinn, Sæmund Pálsson lögreglumann. Sæmundur kannaðist strax við röddina og sagði að það hefði verið ótrúlega ánægjulegt að heyra aftur í þessum gamla vini eftir 20 ár. Sæmundur sagði að Fischer hefði verið mjög einlægur. Hann sagðist sakna Sæmundar afar mikið og spurði um fjölskyldu hans og ættingja sem hann hafði kynnst hér meðan heimsmeistaraeinvígið stóð yfir 1972. Þeir Sæmundur ræddust við í u.þ.b. hálftíma og Sæmundur sagði að Fischer hefði verið mjög blíður og ólíkur því sem hann hefði kynnst á árum áður.
Þúst halló..
Ég klæddi mig í sokka í morgun.. spurning um að athuga hvort mbl.is finnist það ekki nógu fréttnæmt til að birta.
Og pælið í því að hringja í moggann “Bobby Fischer hringdi í mig liggaligga lái”
Kannski er þetta bara ég en mér finnst þetta dáldið hallærislegt….