“Áfengi og tóbak
Ferðamenn mega hafa með sér tollfrjálst áfenga drykki og tóbak sem hér segir: Áfengir drykkir
1 lítra af sterku áfengi og 1 lítra af léttvíni og 200 vindlinga (1 lengju) eða 250 g af öðru tóbaki eða
1 lítra af sterku áfengi og 6 lítra af bjór og 200 vindlinga (1 lengju) eða 250 g af öðru tóbaki eða
1 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór og 200 vindlinga (1 lengju) eða 250 g af öðru tóbaki eða 2,25 lítra af léttvíni og 200 vindlinga (1 lengju) eða 250 g af öðru tóbaki.
Sterkt áfengi telst vera áfengi sem er 22% eða sterkara; léttvín telst vera áfengi, annað en bjór, sem er undir þeim styrkleika. Lágmarksaldur til að flytja inn áfengi er 20 ár og 18 ár til að flytja inn tóbak.”