auðvitað er mjólkað þetta eins og mögulega hægt er, það er ekki á hverjum degi sem sést ísbjörn hérna á Íslandi!
og ekki einu sinni reyna að líkja þessu við roadkill, ísbirnir eru í útrýmingarhættu, held að fólk myndi aðeins passa sig ef mávar væru í útrýmingarhættu.
Svo var líka alveg ótrúlega heimskulegt af þessum mönnum að taka svona skyndi-ákvörðun um að drepa þetta yndislega dýr..
Suðurlandsskjálftinn var/er mjólkaður út í gegn, það finnst mörgum það alveg óþarfi, seinasti skjálftinn kom árið 2000! Alveg eins og með ísbjörninn, það hefur ekki sést í ísbjörn hérna í mörg ár, jújú, kanski út á sjó, en ekki á landi.
En hefur þú virkilega ekkert fylgst með fréttunum nýlega? Það er ekkert í fréttunum, alltaf það sama aftur og aftur og aftur (gengi krónunar, stríðið útí írak, íslenska ríkisstjórnin etc.) þannig auðvitað nýta fjölmiðlarnir þetta tækifæri og mjólka seinustu dropana úr þessari belju!