Hvað finnst ykkur um góðgerðarmál?

Greiðið þið til góðgerðarmála(t.d. heimsforeldri, sos styrktarforeldri/barnaþorpsvinur, vatns baukar, happdrætti etc.).

Alltaf þegar ég geng framhjá söfnunarbauk eða happdrættis sölu sem gengur til góðgerðar eins og vildarbarna, abc eða eitthvað álíka, þá get ég ekki neitað. Það hefur komið fyrir að ég sé ekki með neinn pening á mér og þá fæ ég eitt stórt samviskubit.

En allavega, langaði bara að vita hversu stór hluti hugara væri virkur í þessum málum^^

Bætt við 1. júní 2008 - 20:57
Ég styrki mánaðarlega barnahjálp unicef sem heimsforeldri.
Einnig styrki ég mánaðarlega barn SOS-barnaþorpanna sem styrktarforeldri.

Ég kíki nú líka alltaf hvað baukarnir standa fyrir þegar ég set í þá og ég reyni að kaupa happdrætti þegar mér er boðið það. Keypti seinast fyrir samtök þeirra sem höfðu lamast í slysi.
www.myspace.com/amandarinan