Humm, ég verð aðeins að skrifa niður nokkra punkta hér.
Einhver hérna talaði um „raunveruleg greindarvísitölupróf“, þar sem það eru til 3 tegundir er ekki hægt að segja svona.
Fyrsta próftegnudin:
Binet-prófið kom fyrst út í Frakklandi árið 1905. Það var notað til að prófa hæfni barna, 2-16 ára. Prófið var uppbyggt þannig að börn áttu að hafa eftir tölur, skylgreina setningar, fylgja einföldum fyrirmælum, teikna mynstur eftir minni, búa til sögur úr myndum og raða kubbum. Prófið telur u.þ.b. 30-45 mín. Til eru nokkur Binet-próf fyrir mismunandi aldurshópa. Binet notaði þau til að finna út greindaraldur barna. Prófið er í 6 hlutum, sá fyrsti er orðskilningur, annar er að nefna 2 ástæður fyrir ýmsum hlutum, þriðji er líking á milli tveggja hluta, fjórði er að byggja hlut úr átta kubbum, fimmti er setningar með fjarstæðum og sjötti er að telja kubba á mynd. Þetta próf er undirstaða greindarprófa nútímans. Lewis Terman, sálfræðingur í Standford-háskólanum, þýddi prófið og staðfærði í Bandaríkjunum árið 1916. Það var staðlað á u.þ.b. 1500 börnum og ungmennum og var kennt við háskólann og kallast Standford-Binet-prófið en áður hét það Binet-simon-prófið.
Wechler-prófin.
Þau skiptast í 3 aldursflokka: 3-7 ára, 6-16 ára, 16-75 ára. Þetta próf er einstaklingmiðað próf sem skiptist í 2 hluta. Það er munnlegur hluti og verklegur hluti. Wechler notaði rétt eins og Binet marga ólíka prófþætti, en í stað þess að breyta þáttunum eftir aldri barns útbjó Wechler sama verkefnasafn fyrir alla aldurshópa í hverjum undirþætti prófins en gætti þess að sjálfsögðu að breiddin væri mikil.
Hann notaði sérstaklega formúlu til að reikna út GV: greindaraldur/lífaldur x 100
Munnlegur hluti skiptist í: Þettking, skilningur, reikningur, líkingar, orðskilningur, talnaraðir.
Verklegi hlutinn skiptist í: Ófullgerðar myndir, myndaröðun, litafletir, hlutaröðun, talnatákn, táknleit, völundarhús.
Revens-greindarpróf:
Það kom fyrst út í Englandi 1938. Reven áleit að greind væri fólgin í athyglisgáfum og skýrri hugsun. Verkefnin reyna bæði á skynjunar og ályktunarhæfni.
Búin eru til 5 sett af verkefnum, í hverju setti eru 12 þrautir eða samtals 60. Prófið er samsett úr myndum sem raðað er upp eftir ákveðnu kerfi, frá vinstri til hægri. Og upp og niður. Hvert sett byrjar á laufléttu verkefni og svo þyngist það smátt og smátt. Próftakinn velur eina mynd úr sex-átta valmyndum, í eyðu í aðalmynstrinu.
Áhrif menningar og stéttar ætti síður að gæta í Ravens-prófinu, þar sem það reynir ekki á málskilning. Sá sem leggur fyrir prófið þarf ekki endilega að vera með sama móðurmál og próftakinn. Rannsóknir sýna að frammistaða heyrnalausra barna er innan eðlilegra marka.
Þannig að hér sérst að sum prófin eru stöðluð og önnur ekki. Ef þið hafið verið að ná svona háum tölum er líklegt að þið hafið tekið próf sem ekki henntuðu ykkur. (Nema náttúrulega að þið eruð svona svakalega gáfuð). Svo ef maður er klár og fattar það hvernig verkefnin eru flest hugsuð þá er hægt að æfa sig í svona prófum, þannig að maður skorar alltaf hærra eftir prófafjöldanum.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann