Ég er semsagt í hlutastarfi í Harðabakarí og var í “þjálfun” núna um páskana. Mamma mín var reyndar að “þjálfa” mig, enda er ég bara 13.
En já, það kemur inn einn maður og bendir á eitt skilti sem að stendur að ekki mega koma með hunda inn í bakaríið.
“hvað ef að það kemur blindur maður hér með hund?”
Mamma segir einfaldlega bara að ef að því kæmi þá myndi þá yrði bara tekið á því þegar að því kæmi, en að ástæðan fyrir þessu skilti er að einn starfsmaður í bakaríinu er með bráðaofnæmi. En kallinn gafst ekki upp og hélt áfram að nöldra!
Svo spyr mamma hvort að hann ætli að kaupa eitthvað. Hann kemur þá inní búðina og segist ætla að fá snúð, en ekkert hvernig snúð. Mamma spyr hvort hann vilji með súkkulaði en kallinn gerir ekkert nema að benda og fýlusvipurinn á honum !
Svo er hann einhvað að hugsa sig um, og á meðan er ég að afgreiða annan kúnna, og greinilega fór ég fyrir hann þegar hann var að BENDA á næsta hlut sem hann ætlaði að fá. Mamma sá þá ekkert hvað hann ætlaði að fá og spurði hvort hann vildi eitthvað fleira. “Ég var búinn að benda!! Hún fór fyrir !!” Ég sá svipinn á mömmu, henni langaði svo mikið að öskra á þennan mann.
En hann hélt áfram að benda á hluti þangað til að það kom maður inn og spurði hvar kaffihús væri. Mamma byrjar að segja honum, en ruglast einhvað og þegar hún er að leiðrétta sig byrjar þá ekki karlremban að leiðrétta mömmu og segir manninum hvar kaffihúsið væri, allt í lagi með það. En svo þegar maðurinn er farin út, segir kallin þá ekki bara beint við mömmu “þetta er einhvað sem við karlmenn höfum yfir konur, að vísa til vegar!”
Svipurinn á mömmu var bara ólýsanlegur. Ef að það hefði ekki verið annað fólk þarna inni þá hefði hún sko látið hann heyra það !
En loksins fór helvítis karlremban, og mamma kom fram og henni leið bara illa, og þurfti að fara að fá sér ferskt loft bara afþví að þessi kall var svo leiðinlegur !!
ég er stoltur aðdáandi namibískra nærbuxnabónda !