Smá æfisaga á ferðinni hérna ég býst ekki við því að einhver lesi þetta allt en mig langaði bara að koma þessu frá mér.
Mamma og pabbi voru aldrei gift og voru heldur aldrei beint saman, þannig að ég var “slysabarn”, pabbi var alltaf með okkur og heimsótti okkur nokkrum sinnum í viku en bjó annarstaðar. Þegar ég var svona 4-5 ára kynntist pabbi nýrri konu. Það var pabbahelgi og hann kom og sótti mig og við fórum heim til hans en þegar við komum var einhver ókunnug kona heima hjá honum, hann útskýrði fyrir mér hver þetta væri en ég gat enganegin skilið að hann ætti aðra kærustu fyrir utan mömmu og var því í algjöru shokki. Nokkrum mánuðum seinna fóru þau að búa saman, eina pabbahelgi átti ég að vera hjá þeim en um kvöldið þegar það var kvöldmatur en ég var svo hrædd við hana að ég fór að hágrenja og pabbi þurfti að fara með mig heim. Smám saman vandist ég henni en líkaði aldrei vel við hana, ég taldi hana vera norn sem hafði lagt álög á pabbi til þess að stela honum frá okkur mömmu. Ég man að alltaf þegar ég gisti hjá þeim að ég fékk alltaf martraðir, oft þær sömu og skreið þá uppí rúmm til pabba en henni líkaði það ekki og talaði við pabba og sagði honum að segja mér að ég mætti ekki gera það. Pabbahelgarnar fóru minnkandi og oftast hitti ég hann bara einusinni í mánuði. Hún átti dóttur sem var jafngömul mér og við urðum strax mjög góðar vinkonur. 1998 einguðust þau svo son, þá var allt mjög fínt og ég kom 2x í mánuðu í heimsókn. Svo gerðist það í kringum 2000 held ég, að þau fluttu til Bretlands. Þau bjuggu þar í 5 ár og á þssu 5 árum fékk ég aðeins að koma í heimsókn 2x sinnum, einu sinni hálft sumarið og svo seinna með ættingjum í mánuð. Pabbi kom stundum til landsins yfir helgi útaf vinnu eða einhverju og þá fór hann með mig í bíó, ég kveið alltaf fyrir því að ég vissi að um kvöldið að þegar ég myndi horfa út um gluggan á bílin hans keyra burtu myndi ég ekki sjá hann aftur í marga mánuði og í hvert einasta skipti fór ég að gráta. Þau eignuðust annan son úti. Þau fluttu svo heim í nóvember árið 2006, þá hélt ég loksins að hlutirnir myndu lagast útaf því að þau væru flutt til íslands og að ég sæi pabba og systkini mín oftar enn með tímunum áttaði ég mig á því að það myndi ekki gerast. Alltaf, aðrahvora helgi hringdi ég og spurði hvort að ég mætti vera hjá þeim um helgina, nei faðir minn hringdi ekki í mig og bauð mér að koma heldur þurfti ég að gera það sjálf, reyndar hringdi hann aldrei í mig. Heimsóknunum fór dvínandi og ég fór að sjá hvað henni líkaði illa við mig. Hun hafði greinilega stálgrip á pabba og stjórnaði öllu sem hann gerði og fór að pirrast meira og meira á mér og hvað það væri alltaf mikið vesen með mig, ég meina ég kom í heimsókn í MESTA lagi 1x í MÁNUÐI!
Ég man eftir einu atviki þegar ég var að horfa á mynd með pabba og kúrði uppí sófa með honum, hún kom niður stigan og sagði í mjög kaldhæðnislegum og köldum tón “ertu nú búin að stela pabba þínum frá mér” þá áttaði ég mig á því að hún óttaðist að pabbi myndi elska mig meira en hana, sem er bara algjört kjaftæði. Núna fyrir jólin og áramótin hringdi ég oft um helgar og spurði hvort að ég mætti koma yfir helgina, pabbi svaraði oftast já en daginn eftir hringdi “nornirn” og sagði að ég gæti ekki komið útaf því að þau þurftu að versla! eða einhverja aðra fáránlega afsökun og pabbi gerði ekki neitt í því. Ég var hálfparti búin að gefast upp á því að reyna og fór að hringja ekki eins mikið í von um að pabbi myndi hringja og bjóða mér til þeirra yfir helgina, en það voru bara vonir sem ekkert varð úr. Um jólin og áramótin var ég ekki búin að koma í heimsókn í 3 mánuði, ég fékk einhverja skítagjöf sem kostaði 2000 kall frá honum. Ég var í sveitinni yfir hátíðirnar og pabbi hrindi ekki einu sinni, ekki til að óska mér gleðilegra jóla né gleðilegs nýrs árs. Eftir áramótin reyndi ég nokkrum sinnum aftur að fá að vera hjá þeim en aftur og aftur fékk ég einhverjar fáránlegar afsakanir um að ég gæti ekki komið. Núna í dag er örugglega liðnir svona 6-7 mánuðir síðan að ég hitti pabba minn og hann býr í 30 mínótna fjærlægð! Ég er hreinlega búin að gefast upp á því að hringja og hef ekki hringt í 3 mánuði og hann hefur og mun örugglega ekki hringja.
Ég er búin að missa allt traust og alla von á pabba og ég mun ekki hringja aftur bara til þess að verða bara fyrir meiri vonbrigðum en ég er núna.
Ég er hætt.
Bætt við 20. maí 2008 - 19:11
ahh, gleymdi svo að minnast á það að fyrir áramótin voru þau að plana að fara í frí núna í byrjun sumarsins og buðu mér að fara með, en ég heyrði aldrei neitt um það aftur og núna í dag sá ég að stjúp systir mín var með nafnið “**** - spánn eftir tvær vikur :D:D” þetta hafa þau gert áður, á síðasta ári fóru þau líka í “fjölskyldu frí” og ég fékk ekkert að vita af því, ég er greinilega ekki partur af fjölskyldunni