Núna var ég að horfa á 19-20 þáttinn á stöð tvö, þar voru Gunnar í Krossinum og kellingin sem á Eymundsson. Þau voru að rífast um Harry Potter. Gunnar sagði: “Jam, ég hef nú ekki lesið Harru Potter, en ég hef skoðað framan á kápuna, þar segir frá drengnum og þeim galdrabrögðum sem hann er þar að beita…”
LOL, þessi maður fær alla athygli í sjónvarpi og útvarpi, segist vilja banna einn vinsælasta bókaflokk í heiminum, en <i>hefur svo ekki lesið hann sjálfur.</i> HVað er hann þá að meina? Ég var gjörsamlega hissa á að spyrillinn né andmælandinn kæmu ekki með athugasemdir varðandi þetta. Mynduð þið sitja aðgerðarlaus á rassinum ef þið væruð stödd í þessum þætti?<br><br><hr><p align=“right”><i>“Tónlist er hjartsláttur sálarinnar”</i>
<b><a href="http://kasmir.hugi.is/hvurslags“>Hvurslags</a></b>
<img src=”http://www.simnet.is/hringur/hugi/logo.jpg"></p