Jæja, ég ákvað að gera bara einn lítinn kork um þetta, er ekkert að kvarta eða neitt, þarf bara að koma þessu út.
Nýlega hætti besta vinkona mín að vera með mér. Ég varð eyðilögð og reið út í hana.
Hún kom svo aftur, grátbað mig um fyrirgefningu, og vitið hvað? ég fyrirgaf henni! mestu mistök sem ég hef gert á þessu ári.
Eftir 2 vikur hætti hún síðan aftur, ég mætti í skólann og hún hundsaði mig. Ég var hneiksluð og varð fyrir vonbrigðum þótt mig hafi grunað þetta.
En þetta var ekki eins sárt þá því ég hafði sjálf ætlað mér að hætta að vera með henni. Hún hafði verið nokkuð leiðinleg við mig, sett alltof mikið útá áhugamálin mín. Alltaf þegar við vorum saman í skólanum var ekki mikið að tala um þar sem við eigum ekki nein svakaleg sameiginleg áhugamál.
Ætla að koma með eitt dæmi, þetta spurði hún mig einu sinni að á msn:
Afhverju gelgjastu aldrei í skólanum?
Hún spurði mig að þessu og var voða hneiksluð eitthvað en það var ekkert miðað við hve mikið ég var hneiksluð. Ég meina, hvað er að því að vera engin supergelgja?
En hún var farin að breytast svo, hún var að missa meira og meira úr náminu, vísvitandi held ég til að fitta inní hópinn sem hana langaði til að fara í.
Ég varð mjög reið við hana fyrsta daginn en síðan fjaraði hún smá út, þó ég sé enn þá reið er það ekkert miðað við hvað ég er glöð! ég er frjáls! ég þarf ekki lengur að hanga með henni, ég hafði eiginlega bara verið með henni því ég hafði engann annan en þetta er bara svo miklu betra, ég er ekki háð neinum og ég er bara ég og er stolt af því! Hún hafði svo mikið reynt að stjórna mér, breyta mér, og það lá við að henni hefði tekist það, en henni tókst það ekki. Ég vann í rauninni.
Og svo núna í dag er ég bara frísk og glöð méð lífið, er að fara út í sumar og skólinn alveg að verða búinn, bestu vinkonur heimsins eru að fara að koma til að heimsækja mig og ég er bara hæstánægð. Fyrir mér má þessi stelpa bara fara til helvítis!
Peace out!