Þú ert að gefa í skyn að einhver aðili sé hæfari en annar til þess að meta hvað er gott fyrir stelpuna, þ.a.l. hlýtur þú að geta bent á hvar þessi (ímyndaði) einstaklingur er.
Ok. Ef ég ætti að benda á e-h sem væri svona hæfastur að “mínu mati” að þá myndi ég benda á félagsráðgjafa þar sem hann á að hafa hagsmuni Barnsins í fyrirrúmi. Auðvitað geta leynst svartir sauðir á inn á milli.
Annars skil ég ekkert í því sem þú ert að segja. Ég sagði aldrei að það væri eðlilegt að einstalingar virði að vettugi menningararfleifð og lög í því landi sem þeir flytjast til. Ég sagði heldur aldrei að það sé skynsamlegt að fylgja trúarkreddum.
Það sem ég er að benda á er að löginn sjálf byggja á trúarkreddum. Sú hugmynd að ríkið sé besti aðilinn til að mennta fólk er líka byggt á trúarkreddum. Menn halda og hafa haldið frá tímum Prússaveldis, að það sé rosalega sniðugt að skylda börn til þess að fylgja námsskrá sem ríkið setur. Þar er ríkið hagsmunaaðili og er ekki endilega að hugsa um velferð allra barna heldur velferð ríkisins í framtíðinni. (Eitt af meginn markmiðum ríkisrekna skóla er að kenna krökkum að lifa í samfélagi við aðra í því sem þeir kalla lýðræðissamfélag). Er allt skynsamlegt sem kennt er í skólum og er skólaskylda skynsamleg?
Var kannski ekki alveg að svara þér í þessu svari mínu, heldur líka svona þeim sem fyrir ofan eru. Biðst afsökunar á því að hafa ekki tekið það framm;)
Auðvitað er þetta satt hjá ér að lögin eru einnig byggð á fornum trúarkreddum, en þá er sp. hvort við séum orðin það þróuð/þroskuð til þess að greina á millli trúarkredda sem hafa komið með lögum og hinsvegar það sem aðrar trúr(alveg dottið úr mér orðið) boða, eins og í þessu tilviki Múhameðstrú.
Ríkismenntun, skiljanlegt að hvert ríki hafi sínar áherslur, enda verður það að tryggja afkomu sína um aldur og ævi. Sem dæmi að þá er Ísland fullt af vötnum og umlukið sjó. Þannig að það er í þágu ríkisins að skylda alla skólakrakka til þess að læra að synda, því krakkarnir eru framtíðar skattgreiðendur. Og það að hafa fullt land að ósyndu fólki hjálpar ríkinu ekki á neinn hátt, heldur veldur meiri skaða en góðu. Ég er svosem sammála þér með því hvort að ríkið beri hagsmuni krakkans í fyrirrúmi eða síns eigins.
Er allt skynsamlegt það sem kennt er í skólum, Ja um það má deila. Það sem öðrum finnst skynsamlegt finnst hinum ekki. En eitt er víst að allir verða að hafa e-h grunnmennun til þess að fúnkera í nútíma þjóðfélagi. Skólaskylda skynsamleg. Mér finnst það vísa til þess sem ég sagði áðan, grunnmenntun er nausynleg.
Svo held ég að það sé afar barnalegt og vitlaust að halda að trú sé á faraldsfæti. Ég veit ekki hversu oft menn hafa haldið öðru eins fram í gegnum tíðina.
Hvað er barnalegt við þetta, endilega útskýrðu. Auðvitað hafa menn haldið þessu fram í aldaraðir en þeir hafa samt ekki rangt fyrir sér í þeim efnum, getur t.d. skoðað sögu Íslands á síðustu 400.árum eða Evrópu á síðustu 1000.árum. Þar sér greinilega að með aukinni þekkingu, minnkar fylgni fólks við trúnna. Ef trúin væri ennþá svona öflug og hún var fyrir nokkrum öldum að þá væri kirkjan ennþá að okra á okkur og selja aflátsbréf. En síðan með aukinni þekkingu að þá sá fólkið þetta og kirkjan hætti að “okra” á fólkinu og selja aflátsbréf. Trúin kemur í stað þess sem er óvitað, með aukinni þekkingu minnkar það óvitaða og á endanum verður trúin ónauðsinleg. T.d. bjó Guð til jörðina á 7.dögum. og samkvæmt biblíunni á jörðin að vera 7000.ára gömul +-. Nú til dags vitum við hvernig jörðin var til, við vitum að jörðin er ekki 7000.ára gömul þar með erum við að afsanna það óvitaða. Samkvæmt biblíunni getur Guð einungis skapað líf, en við erum núna að næstum því að verða búin að búa til líf frá grunni, Síðast þegar ég tékkaði að þá voru þeir búnir að búa til búkinn. Þegar þeim hefur tekist ætlunarverk sitt erum við enn og aftur búin að afsanna orð guðs, að guð er ekki sá eini sem getur búið til líf.
Þá eigum við bara eftir dauðann. Það hefur verið í vinnslu í margar aldir. En við erum víst með frumu í okkur sem getur lifað undir réttum kjörum í mörg ár, Þetta er taugafruma, man ekki alveg hvaða en hún er alveg merkileg. Síðan er það hrörnunargenið. Hvað ætli það muni taka T.d. ÍE langan tíma að finna það 5,10,20+.ár allavega þegar það finnst, erum við búin að sigra dauðann. Þar með erum við búin að afsanna það óvitaða. Hvað hefur trúin eftir , þegar mannkynið er búið að fá svör við öllu þessu..
T.d. þegar við verðum fyrir áföllum að þá leitum við í trúnna, sem dæmi eins og dauða. Nú vík ég aftur að því að við séum búin að vinna bug á dauðanum. Ef við vissum allt um dauðann og hvernig á að vinna á honum að þá leitum við ekki í trúnna, því þess er óþörf. Eins og fyrr á öldum þegar fólk bað til Guðs vegna þess að farsóttir hrjáðu fólkið og dró það til dauða. Og það hélt að það væri vegna þess að Guð væri að refsa þeim, en ekki vegna þess að þau voru skítug eða nú á dögum leitað til læknis og fengið lyf við eftirfarandi sjúkdómi. Þú myndir eflaust ekki nú til dags fara niður á hnén og biðja til Guðs vegna þess að þú værir með flensuna eða kvef, sem var banvænt á öldum áður. Þú myndir leita til læknis og fá eitthvað við því. Bara þetta sýnir fram á það að með aukinni þekkingu verður trúin smátt og smátt ónauðsinlegt því það er annað sem kemur í stað hennar. Allt er háð breytingum afhverju er trúin ekki háð breytingum?
Læt þetta vera nóg í bili ;) Annars er alltaf gaman að rökræða við þig Damphir.