Ég myndi byrja á að snúa maganum niður og ná þannig mestri mögulegri loftmótsstöðu.
Svo myndi ég hugsa um fötin sem ég er í. Ef ég er í úlpu eða peisu sem er rennilás framan á þá ætti ég að geta flatt hana út og notað til að draga úr ferðinni. 1 m2 er nóg til að draga úr fallhraðanum um meira en 80%, sem er samt meir en nóg til að verða að pönnuköku við flestar aðstæður.
Svo ef mér tekst að nota ofannefnda hluti til að draga virkilega úr fallhraðanum niðrí minna en 50-70km/h myndi ég reyna að finna undirlag:
Vatn hljómar freystandi, en það er rosalegt annaðhvort/eða dæmi. Það er næstum alveg jafn mikið initial högg að lenda á vatni og venjulegri jörð. Hinsvegar ef maður þolir það högg þá fer vatnið mun betur með líkaman og maður lamast eða deyr væntanlega ekki á þessum hraða. Hinsvegar eru miklar líkur á að missa meðvitund í högginu og drukna þar með eftir að maður lendir. Þessvegna er vatnið gýfurlega áhætta: annað hvort lendiru heill á húfi og syndir sjálfur burt með væg meiðsl, eða þú druknar og deyrð. Líklega deyrðu. Lang líklegast.
Hinn kosturinn er að reyna að lenda í sem þykkustum gróðri. Þykkir runnar eru þar bestir. Það eru nokkur dæmi um fallhlífastökkvara sem hafa misst bæði aðal- og varafallhlíf og samt lifað af með því að ná að draga úr fallhraðanum eins og ég lýsti að ofan og lent svo í þykkum runnum. Það er klárlega mestar líkur á að lifa af en hinnst vegar eru mikil meiðsl nær örugg, brotin bein, samfallin lungu, mikill möguleiki á lömun etc.